Hrafnar Flóka og sænski sjóherinn

Ég hitti einu sinni Svía sem hélt því fram að sænski sjóherinn hefði fundið Ísland. Ég var að vinna í Volvo-verksmiðjunum á Torslanda í Gautaborg þegar þetta var og innti manninn nánar eftir hvað hann væri að tala um. Hann hafði lært þetta í sænskum skóla af sænskum pedagógum svo hann var viss í sinni sök. Kannski var hann að tala um Garðar Svavarsson og Garðarshólma, kannski var hann bara að rugla einhverju saman. Að því er ég veit best hefur sænski sjóherinn unnið fá afrek, ef undanskilið er mega-skipið Gustaf Vasa, sem sökk hálftíma eftir að því var hleypt af stokkunum í höfn Stokkhólms á sínum tíma. Reyndar er búið að hífa það á land núna, en það er önnur saga. Sænski sjóherinn fann alla vega ekki Ísland og nánast ekki neitt ef gáð er að.

Það var hins vegar Hrafna-Flóki sem villtist um höfin með hröfnunum sínum sem hefur fengið kreditt fyrir þetta afrek. Sagan um það er þó all undarleg og greinilega ekki rökrétt hugsuð frá hendi höfundar. En þar er greint frá því að Flóki hafði hrafna þrjá og sleppti einum þegar út á haf var komið og flaug sá í austur og heim til Noregs. Flóki hélt þá áfram í vesturátt að leita fyrirheitna landsins og nokkrum dögum síðar sleppti hann öðrum hrafni og sá flaug í nokkra hringi en settist svo á möstur skipsins og sá ekkert land. Þeim þriðja var svo sleppt, samkvæmt sögunni, nokkrum dögum seinna og flaug hann þá rakleiðis til Íslands og er sennilega ættfaðir íslenskra hrafna. En mér er spurn, hvað varð um hrafn númer tvö? Sat hann (eða kannski hún) á mastrinu, matarlaus og úrvinda, og flaug ekki með maka sínum í vestur? Hér er greinilega um að ræða sögu sem tekur mið af hinni heilögu þrenningu, alltaf þurfa að vera þrír í slíkum sögum, en Hrafna-Flóka hefði nægt að hafa með sér tvo hrafna til að framkvæma siglinguna, svo grannt sé skoðað. Það er ekki síður athyglisvert að í Hauksbók stendur: "í þann tíð höfðu norrænir farmenn engir leiðarstein", sem þýðir að áttavitinn var ekki kominn til sögunnar þegar þetta var, í lok níundu aldar. En hvernig stendur á því að Íslendingar vissu um leiðarstein, eða áttavita, á undan sæförum Arabíu, Indlands og Yemen? Hauksbók er nefnilega skrifuð svo snemma að áttavitans, eða leiðarsteinsins, er getið þar fyrr en í arabískum heimildum og þá er kannski loku fyrir það skotið að áttavitinn hafi farið kryddleiðina frá Kína til Evrópu. Kannski hefur hann ferðast yfir Síberíu, því vitað er að áttavitinn var fyrst nýttur í auðnum Góbí-eyðimarkarinnar á jöðrum Mongóliu. Sagan er merkileg og leyndarmál hennar verða kannski aldrei leyst, en það er samt hollt að spyrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnir að Hauksbók teljist samin um 1320. Þeir vita það betur á Árnastofnun. En sagan um Hrafna-Flóka er talin eftirmynd sögunnar um Nóa og dúfu hans í Biblíunni.

Þakka þér fyrir góðar greinar!

Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Kristján L Guðlaugsson

Þig minnir sennilega rétt, en ég hef verið að gaufa í þessum málum síðan ég var stúdent í Lundi kringum 1970 og byrjaði reyndar á doktorsritgerð um áttavitann og ferð hans frá Asíu til Evrópu um 1980. Svo hitti ég konu og þá fór fremur lítð fyrir fræðistörfum um skeið, allir þurfa að borða osfrv.

Hauksbók er skrifuð 1299, en ég hef sennilega verið að rugla því fyrstu sagnir um Hrafna-Flóka eru úr Landnámu og síðar í Sturlu-bók sem er skrifuð af Hvamm-Sturlu sem fæddist 1116 og dó 23. júlí 1183. Ekki eru þó beinar sannanir fyrir því að Hrafna-Flóka hafi verið getið í frumútgáfunni því sagan varð fyrir eldstungum Í Kaupmannahöfn og var síðan endurrituð af Jóni nokkrum Erlendssyni á 17. öld. Hvað tapast hefur og hvað sótt hefur verið í Biblíuna er svo okkar seinni tíma manna að aðgæta. En þakka þér fyrir ábendinguna, það er alltaf gaman að heyra frá fólki sem hefur áhuga á sögunni. Við  Íslendingar eigum raunar þá sérstöðu að hafa málið, skriftina og handritin sem einu gögn menningar og þjóðlífs, hér var enginn arkitektúr að ráði og tónlist, myndlist og söngur og gaman voru bönnuð af lúterönunum og dönskum drengjum á sínum tíma, því miður. Árnastofnun veit þetta náttúrulega best, en það er gaman að skyggnast um í svartnætti sögunnar þó maður sé kannski bara amatör.

Kveðjur

Kristján G

Kristján L Guðlaugsson, 24.9.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband