Biflíublogg

Einu sinni hristu menn hausinn yfir því að Trotsky og Lin Piao voru klipptir út úr opinberum myndum af helstu leiðtogum austrænna kommúnistaríkja, af því að það var augljós sögufölsun. Núna keppast sömu íhaldsmennirnir um að hylla nýja og falsaða biflíuútgáfu, sem á að færa heilaga ritningu nær okkar tíma, eins og einhver blaðasnillingurinn komst að orði.
Það er talað um meiri kunnáttu, betri þekkingu og skilning á orði guðs, það er talað um nútímamenn eins og þeir séu allt í einu að skilja einhver boð að ofan, sem áður voru óskiljanleg og röng. Það er talað um sögu gyðinga eins og hún varði okkur sérstaklega og sé undirstaða íslenskrar þjóðmenningar og hversdagsins sem við mætum á frostbitnum októbermorgnum árið 2007.

Allt þetta eru sögufalsanir. Það er verið að sópa undir teppið, eða klippa út óþægilegar tilvitnanir sem lýsa hugarfari og fordómum kristinna manna, í því skyni að gera biflíuna aðgengilegri fyrir minnihluthópa eins og konur og samkynhneigða. Eru það minnihlutahópar í huga biskups, páfa og annarra hlutaðeigandi? Á að endurskoða fasistískt  og niðrandi innihald Bók bókanna til að sækja atkvæði við næstu biskupskosningar og gera biflíuna að einhverju öðru en hún er? Nei, beinum heldur hatri okkar að öðrum trúfélögum og göngumst undir herleiðangra Bandaríkjamanna gegn múslimum og öðru hryðjuverkafólki - þannig er andinn hjá íslensku intelligensíunni í dag. Svei og fuss.

Biflían er saga gyðinga og það verður að virða. En við eigum líka okkar sögu og Hildibrandur, Oddur og þeirra líkar hafa ekki gert annað en að færa þjóðina undir erlent ok og kúgun. Biflían er ekki bara saga gyðinga, hún er líka sagan um hvernig íslensk þjóð var kúguð og niðruð af erlendum aðilum og lögð í fjötra sem næstum urðu henni að bana.

Ég er ekki sammála Geir Waage og hans líkum, enda eru þeir fasistar í eðli sínu, en mér hrýs hugur við því að menntaðir og upplýstir íslendingar séu að ræða af fullri alvöru hvort segja eigi "eingetinn sonur" eða "einkasonur" guðs í einhverri bók sem tilheyrir valdastofnun sem staðið hefur fyirir nauðgunum á kórdrengjum, umþreyfingum á fermingarstúlkum og ofurvaldi gegn öllum smælingjum þessa heims. Hvað kemur það Jóni og Gunnu við? Mér er alveg sama hvernig textinn hljóðar, ég fer hvort sem er ekki í kirkju til að hlusta á guðsvælið úr barka ríkisstarfsmannanna sem standa í trúðsklæðum bak við altar lyginnar.

Ef einhver fer til andskotans þá eru það kristnar sálir. Verði þeim að góðu. Þær fundu helvíti upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Biblían segir ekki aðeins sögu gyðinga, heldur einnig margra annarra þjóða, sem menn eins og sá sem á þessa bloggsíðu gerðu gys að  og sögðu fabúleringar. Annað hefur komið á daginn með fornleifarannsóknum sem hafa stutt 100 % við frásagnir Biblíunnar.

Guð sá sem kynntur er í Biblíunni er Guð allra manna, ekki bara gyðinga. Þeir fengu reyndar það hlutverk að boða Hann öðrum þjóðum, þar til Jesú sagði þeim að það hlutverk væri úr höndum þeirra tekið, þar sem þeir höfðu ekki rækt hlutverkið sem skyldi. Þetta hlutverk tilheyrir nú hverjum þeim sem vill og rækir það hlutverk.

Bloggsíðueigandinn talar ansi digurbarkalega um misneytingu þjóna kirkjunnar á ungum drengjum og stúlkum. Vissulega er það miður þegar menn misnota á þann hátt traust það sem þeim er sýnt á þennan hátt. Þarna er ekki hærra hlutfall presta sem misnota miðað við fjölda þeirra vs. fórnarlömb. Stærra mun hlutfall þessa vera á heimilum. Stærsta hlutfall kynferðislegrar misneytingar mun því miður fara fram innan luktra dyra heimilanna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 386

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband