Jol allan arsins hring

Kinverjar hafa fattad ad haldid er upp a jol a Vesturlondum ad kristnum sid (megi pafinn og biskupinn yfir Islandi fyrirgefa okkur ferdalongunum ad vid hofum ekki bedist fyrir, enda hundheidin), en their hafa samt misskilid eitthvad. Jolaskrautid hangir alls stadar og er til vissrar prydi en tho er einkennilegt ad sja jolaskrskraut a veitingastodum, jarnbrautarstodvum, hotelum og gistiheimilum i juli. En Kinverjarnir hafa samt jol allan arsins hring, their nenna greinilega ekki ad bida alveg til desember til thess ad skreyta, nema skrautid se fra i fyrra eda hittifyrra.

Her i landi er eins-barns-politik, hver fjolskylda ma adeins eiga eitt barn og helst son. Ef their gleyma getnadarvornunum og eignast eitt barn i vidbot verda their ad borga fyrir menntun og skolagang, en thad er svo sem ekki odru visi en i Ameriku, nema hvad amerikanarnir eru feitari. Raunar eru bornin herna vel i holdum og lata dolgslega, i gaer saum vid unga stelpu rifa blaevaenginn af mommu sinni (blaevaengur er omissanlegur i hitasvaekjunni herna i Kanton) og berja hana i hausinn fyrir framan helling af fullordnu folki. Svo tok hun nokkur spor ur Svanavatninu og hlo eins og henni vaeri borgad fyrir thad og hljop oskrandi um gistiheimilid. Modirin sat hins vegar med skeifu og og hreyfdi hvorki legg ne lid, hun leit helst ut eins og barinn hundur med kollhufur, Thad er sennilega algjor luxus ad eiga barn i thessu landi, en afleidingar verda skelfilegar thegar fra lidur. Thessi spilltu born eru framtid Kina og gud hjalpi okkur tha.

Um thad bil 40 milljonir piparsveina eru radalausir og na ser ekki i konu, en ungar paejur eru a hinn boginn svo smamunasamar og picky ad thaer bida eftir Prins Valiant thar til thaer eru ordnar rumlega 40, gamlar, barnlausar, mannlausar og vitlausar og geta hvorki eitt ne neitt, nema unnid myrkranna a milli. Thetta hafa Kinverjar sagt okkur og vid erum svo einfold ad vid truum thvi, ha, ha, ha, ha...

Vid erum ad fara a markad fridarins og sennilega i nudd og svo verdur spennandi ad sja hvort vid komumst afram til Kunming i Yunnan. Thad er ekki haegt ad fa lestarmida, flugfarid er allt of dyrt og ruta er eina lausnin. En faum vid mida og lifum vid af 23 tima ferd i likkistu a thjodvegum Kina? Vid sjaum nu bara til, Bingdaarnir hafa verid a sildarbatum og ferdast um hardari lond og gefast ekki upp. Her er alla vega heitt og gott og folkid a hotleinu er yndislegt. Eigandinn semur klassiska tonlist og er serfraedingur i te-drykkju og i gaerkvoldi jos hann yfir okkur te fra Hainan, Yunnan og ymsum odrum herud hins volduga Kinaveldis, allt a hans reikning. Vid gafum hinum innfaeddu flattann thorsk eda silfur-saltfisk sem vid hofdum med okkur. Thvi var vel tekid. Ad launum fengum vid bok eda hefti eftir hann, raunar a kinversku svo Huld getur ekki lesid thad. En eg get thad reyndar ekki heldur svo ad gagni komi.

 

Bidjum vaetti Islands ad vernda ykkur oll a thessum haettulegu timum

Bestu kvedjur og takk fyrir ad thid fylgist med okkur og sendid okkur linu

Kristjan og Huld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín ágætu, gleðileg jól.  Hef nú oft sagt að það taki því varla hér að rífa niður jólaskrautið, tíminn líður svo hratt.  En maður verður nú samt svo skratti leiður á því ...

Mikið er gaman að fylgjast með þessum lifandi lýsingum, ég er sko með í huganum og finn hitasvækjuna, sé fyrir mér ykkur í líkkisturútunni og allt annað sem er svo skemmtilega lýst.  Já, það er ekki ofsögum sagt að þetta er nú meira ævintýrið. Hér er að hefjast verslunarmannahelgin með tilheyrandi titringi, vonandi að hún líði áfallalaust, en í dag er aldrei þessu vant hífandi rok og allnokkur rigning!!  Tíminn líður mjög hratt.

Ég bið þess á móti að vættir kína og aðrar tiltækar vættir megi vernda ykkur!!!

ykkar hjóns

p.s. veit ekki alveg hvort ég hefði átt að sleppa íslensku stöfunum, hvernig kemur þetta út?

helga jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Kristján L Guðlaugsson

Helga, thetta kemur ut a kinversku en thad er allt i lagi. Vid hofum haft med okkur gott vedur alla leidina thratt fyrir ad ofurrigning og stormar hami herja thetta agaeta land. Bingdaarnir (komid af kinverska nafninu a Islandi sem er Bingdao) eru heppnir og lata ekkert a sig fa. Bidum bara eftir Tsunami i Vietnam - ef vid faum visum og komumst inn... Bestu kvedjur og lifid heil,

Kristjan og Huld

Kristján L Guðlaugsson, 4.8.2007 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband