Æfintýrin byrja á Íslandi

Það var ótrúlega lærdómsríkt, gefandi og skemmtilegt að ferðast um hálfan heiminn, en það er líka frábært að koma heim. Hér eru smáfuglarnir farnir að borða reyniber á trjánum á Vífilsgötunni og kettirnir í hverfinu sitja fyrir neðan og bíða eftir að þeir detti niður á gangstétt og verði að góðum kvöldverði.

Við hins vegar höfum fengið okkur ekta íslenskar kjötbollur með kartöflur úr Þykkvabæ, finna rigninguna, rokið og hlusta á RÚV eða Stöð 2. Á morgun byrja ég að vinna, en Huld bíður aðeins, eftir svona langt ferðalag þarf að ganga frá farangri, þvo og koma niður á íslenska jörð með báða fætur aftur. Ferðin er búin, en það er nú einhvern veginn svo að ferðin situr í og sleppur ekki takinu fyrr en allt er fallið í skorður hins daglega lífs.

Æfintýrin byrja á Íslandi og við gleðjum okkur til næsta æfintýrs - ferðar til Bandaríkjanna og Kanödu, ef ég fæ vegabréfsáritun eftir að hafa verið "persona non grata" í USA í 30 ár. Ekki hafa atburðirnir 11. september á sínum tíma bætt úr sök og ég held að allir stimplarnir í pössunum okkar frá fyrrverandi og núverandi kommúnistaríkjum hjálpi okkur ekki neitt sérstaklega til þess að komast til fyrirheitna landsins, en við sjáum nú til. Allt er breytingum háð og þetta líka. Á næsta ári er Bush búinn að stjórna leifturárásum á Íran á síðustu valdadögum sínum og kominn aftur til Texas, til brother Jeb. Vonandi vinna demókratarnir kosningarnar í haust, þá getum við heimsótt New York og farið þaðan til Kanödu. En það verður bara að koma í ljós. USA hefur aldrei verið land sem mig langar að heimsækja eða dvelja í, en Huld á bróðir í Wisconsin sem við ætlum að reyna að heimsækja. Það skiptir hana miklu máli og hún skiptir mig miklu máli, svo þá prófum við.

En æfintýrin enda líka á Íslandi, eða öllu heldur ný æfintýri byrja á Íslandi og það er ekki útséð um að þau verði skemmtileg og lærdómsrík. Það mikilvægasta er að hafa ekki neina fordóma - en "worst case-fílósófían" gildir hér sem endranær...

Kristján og Huld 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim

Sibba (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 389

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband