Er orkan einkenni Íslendinga?

Íslendingar eru sérstök þjóð, allt sem gerist á þessu landi er bæði ótrúlegt og annars heims. Hér er til dæmis borgaralega lýðræðið haft að spotti fyrir opnum skjá og í beinni sendingu. Fjórtán kallar skara eld að sinni köku meðan alþjóð horfir skelfingu lostin á. Fulltrúar fólksins, Össur &co og reyndar allt krataliðið með Ingibjörgu Sólrúnu fremsta í flokki, segja að verðmætin muni vaxa. Vaxa? Hvaða verðmæti, samfylkingarmenn, hvaða verðmæti, verðmæti 11 manna í Orkuveitunni eða verðmæti almennings. Þið eruð, eins og kratar eru jafnan um allan heim bæði nú og þegar þeir fyrst birtust í sögunni, svikarar, heiglar og bestu vinir auðvaldsins. En fyrir hvern vaxa eiginlega verðmætin? Fyrir venjulegt fólk eða fyrir þá útvöldu sem Vilhjálmur og Björn Ingi hafa tekið að sér? Ætli við sjáum þá kumpána ekki spígspora á Viðey á morgun þegar megadívan Yoko Ono tendrar blysin sín til heiðurs einhvers steindaðs poppara frá Englandi.  So what...

Viðfangsefnin hérlendis eru af allt öðrum toga, það er skömm að ekkert sé gert í málum eldra fólks, öryrkja og barna, dómstólarnir eru úti að flækjast í einhverri þvælu og nota ekki refsiramma í alvarlegum kynferðisbrotum - þetta er bananalýðveldi eins og Eisenhower og aðrir repúblikanar vildu hafa það. Húrra Ísland!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Kristján !

Þakka þér góða grein. Nákvæmlega, í hnotskurn; eru hlutirnir með þessum hætti.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:42

2 identicon

Hvað er eiginlega að gerast með Samfylkinguna?

Ég fæ ekki betur séð en að hún sé orðin sátt við kvótakerfið sem er að verða búið að ganga að landsbyggðinni dauðri.  Allavega sagði ISG að ekki stæði til að fara í neinn uppskurð á kerfinu. 

Aumingjagangurinn er yfirþyrmandi.

Samþykkja svo þennan gjörning hjá OR.  Segjast vera á móti en samþykkja samt! 

Samfylkingin er á leiðinni lóðrétt í skítinn, með andlitið á undan.

Góður pistill hjá þér Kristján

Jóhann (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:01

3 identicon

heyr heyr

Sibba (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband