Ólafur F: Hlíðin er svo fögur...

Eitthvað það ósmekklegasta sem ég hef séð í íslenskum stjórnmálum er aðförin að Ólafi F. enda leyna vonbrigði kratanna sér ekki eftir að þeir misstu "meirihlutann" í borginni. Minni á að meirihlutinn byggðist á varamanni Ólafs og von Samfylkingarmanna um að hann væri úr leik. Það sæmir ekki fólki sem starfar saman á hverjum degi að bera út óhróður um þá sem þeim ekki líkar. Málefnaumræða er alltaf best. Það er kannski tímanna tákn að sömu kratar skríða í bólið með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn og taka ótrauðir upp afstöðu og starfsaðferðir sjálfstæðismanna við embættisveitingar, bruðl á alþjóðavettvangi og linku gagnvart vafasömum íslenskum fjármálaheimi. En ég held að Össur og Ingibjörg Sólrún verði aldrei eins auðug og þau halda að verði.

Manni verður  á að hugsa um Ólaf F. blessaðan að hann hafi hugsað eins og Gunnar forðum: Hlíðin er svo fögur að ég fer ekki rassgat. Nú er bara að huga að boganum maður.

Að fólk brygðist við framkomu sumra sjálfstæðismanna og létu heldur henda sér út úr Ráðhúsinu en að þegja og nöldra við eldhúsborðið finnst mér hins vegar frábært. Við getum lært af Frökkum í því efni, kjörnir fulltrúar fólksins eru ekki annað en kjörnir fulltrúar fólksins og þeim ber að hlusta á rödd fólksins.  OK, Ólafur F. er ekki vinsæll, en fyrirrennari hans (með eða án hárkollu) skeit í heyið svo um munaði með aðstoð "fatamódels" hrútaflokksins, Birnir Inga, en svo virðist sem sumum kjörnum fulltrúum fólksins sé nákvæmlega sama hverjir gagnrýna þá, hver gagnrýnin sé og hvers vegna þeir séu sakfelldir af almannarómi. Það er eins og að skvetta vatni á gæs. Þeim kemur það næstum ekki við. Viljugi Villi er náttúrulega einn af þeim, hann minnir mig á fremur lousy blöndu af John Wain og Mother Theresu. Megi honum farnast vel.

ageir Haarde 

Alla vega er augljóst að þessi 70-30% meirihluti eins flokkslauss manns og stærsta flokksins í borginni er dæmdur til að lenda í einverju veseni. Kratarnir hafa ekki hugmyndaflug til þess, VG eru og þröngsýnir (gleymum Framsókn í Vinnufataversluninni) og þá er bara einn möguleiki eftir. Geir (sem ber náttúrulega norskt/danskt nafn eins og flestir af valdamönnum Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og kratanna) og kompaní sjá bara um það sjálfir. En ekki vegna ofsókna eða flughræðslu, heldur vegna lélegrar pólitíkur.

Megi veturinn blessa ykkur

Kristján G 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband