16.11.2007 | 15:29
Tíu heilræði fyrir Geir
"Verndum kapítalismann" er yfirskrift tíu heilræða sem "Félag áhugamanna um kjör fátækra" og fulltrúar "Stefnumótunarfélags hinnar einhuga mormónakirkju" ætla að afhenda Geir H. Haarde - við tækifæri. Að sögn fjölmiðla verða þetta býsna góð heilræði, enda er þeirra full þörf, þar sem Geir er oddviti íslenskra stjórnmálamanna og hefur ærinn starfa að halda í eyrun á þeim.
Hin býsna góðu heilræði eru sem hér segir:
1. Þú skalt ekki kjósa aðra (en okkur í klíkunni).
2. Þú skalt halda að þér höndunum varðandi íbúðakaup.
3. Þú skalt ekki svíkja vini þína jafnvel þótt þeir séu í stjórn REI eða GGE.
4. Þú skalt ekki stela nema þegar færi gefst.
5. Þú skalt ekki ágirnast eigur nágranna þíns nema þú sérst búinn að stofna ehf.
6. Þú skalt ekki ágirnast konu eða önnur húsdýr nágranna þíns nema ef í nauðirnar rekur.
7. Þú skalt heiðra útrásina, bankana, íslenska tungu, Bandaríkin og Sjálfstæðisflokkinn.
8. Þú skalt ekki fremja hór nema gluggatjöldin séu dregin fyrir.
9. Þú skalt ekki brjóta gegn býsna góðum heilræðum nema þau komi frá öðrum en mér.
10. Þú skalt aldrei segja aldrei ef von er um gróða.
Okkur langar til að bæta ellefta heilræðinu við en við óttumst að það kynni að leiða þjóðina út á villigötur og fá hana til að hætta að níðlesa Biflíuna og Tíu litla negrastráka (hvað yrði um slíka þjóð?), svo við sleppum því. Málið verður hins vegar sett í nefnd ofangreindra aðila og tekin heildstæð afstaða til þess hvað skuli gera. Á meðan treystum við Geir til að fylgja býsna góðum heilræðum okkar.
Um bloggið
KristjánG
Færsluflokkar
Tenglar
Kristján og Huld í Austri
Allir þeir sem nenna að lesa um okkar farir í Austurlöndum fjær eru velkomnir/ar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.