Ofbeldisátak í miðborginni

Það er glæsilegt að löggan sé á varðbergi gegn fólki sem pissar úti í miðborg Reykjavíkur og beitir þá meira að segja hörku. Það er líka glæsilegt að dyraverðir berji á menntaskólanemum og hvetji til ofbeldis og hörku. En þá vaknar spurningin hvort ekki sé nóg af almenningsklósettum til þess að menn geti gengið örna sinna og látið vera að brjóta lögreglusamþykktir borgarinnar vegna sprengs um dimmar og votar nætur. Að berja, sekta og fangelsa fólk fyrir að losa blöðruna í borg sem ekki stenst kröfur alþjóðasamfélagsins er einhvern veginn öfugt, kannski lögreglumenn hefðu gert sína vinnu betur við að byggja almenningsklósett í stað þess að vera að sveifla kylfum sínum og draga upp handjárn og setjast ofan á unglinga sem brátt er í brók. Ég var að koma frá Asíu og þar voru almenningsklósett um allar borgir, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessum málum annað en að beita handjárnum og kylfum.

Nú veit ég vel að miðborgin í Reykjavík er hættulegri en miðborgir stærstu borga heims og er ekki á móti því að þar fari fram löggæsla, en þetta átak (80 manns handteknir á einni helgi...) er kannski valdasýning sem er óþörf. En húrra fyrir löggunni, húrra fyrir Birni Bjarnarsyni og öllum sem vinna sem blýantsnagarar á lögreglustöðvum og í dómsmálaráðuneytinu.

Ég var einn mánuð í Napólí, þar sem senda þurfti inn fallhlífahermenn frá Norður-Ítalíu til þess að stoppa ofbeldið og vesenið á götum borgarinnar, en Reykjavík er langt, langt frá því að vera á sama plani. Hér er jafn friðsamlegt, eða ófriðsamlegt, og verið hefur verið síðan 1960, en löggan er orðin harðhentari. Setjum Geir Jón og kompaní í að byggja almenningsklósett heldur en að láta þá berja á samborgurum okkar.

Það er allt í lagi að hafa löggæslu en svona átak er ofbeldi yfirvalda og ekki ásættanlegt.

Kristján Guðlaugsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband