25.7.2007 | 07:45
Ludrasveitin sem spiladi fyrir vitlaust folk
Thegar farid er um bod i fljotabata a Yangzi, eda Langa fljotinu, tharf ad ganga um fleiri thilfor og thar sem vid erum ekki aest i hopferdir forum vid a undan ferdafelogum okkar. Vid saum frabaeran bat og marsjerudum thangad, thar var raudur dregill, snyrtilegir thjonar og ludrasveit sem byrjadi ad spila kinverskan mars um leid og vid birtumst fyrir hornid. Vid strunsudum inn med bakpokana okkar og allt leit fremur vel ut, en svo kom einn af snyrtilegu thjonunum og spurdi okkur um mida sem vid syndum ad bragdi. Their voru hins vegar ekki i thennan bat thananig ad vid urdum ad fara ut med skottid a milli lappanna og ludrasveitin haetti ad spila, enda var afar heitt thennan dag og erfitt ad spila... Eg hugsa ad Huld hafi fundist thetta verid leidinlegt, enda ferjan frabaer og snyrtileg, en you loose some and win some" eins og sagt er i Hafnarfirdi.
Baturinn okkar var ekki einu sinni med almennilegu thilfari og hefdi att ad vera gerdur upp fyrir longu sidan, en thannig er lifid, ferdir sem madur hefur skipulagt verda allt odru visi en madur hafdi hugsad ser. Til ad baeta thetta upp fengum vid ovaentan klefafelaga, rottu sem skaust upp ur klosettinu og hraeddi naestum liftoruna ur skotanum sem var klefafelagi okkar. Hann gat ekki skyrt malid fyrir Kinverjunum thannig ad hann teiknadi risastora rottu og klosett og bar sorgir sinar a torg. Kinverskur starfsmadur a ferjunni rak rottuna nidur i klosettid aftur til kjolsvinsins og sturtadi nidur og thar med var malid buid.
Reyndar vorum vid rett folk a rettum tima en i vitlausri ferju, thannig ad eiginlega spiladi ludrasveitin ekki fyrir vitlaus folk heldur a vitlausri ferju. Hefdum alveg getad hugsad okkur raudan dregil, snyrtilega thjona og thjonkur og ludrasveit a okkar ferju. En vid hofum bara ekki efni a ad ferdast med Empress Victory, en thad gerir ekkert til, bara amerikanskir og enskir bisnessmenn og lordar hvort ed er.
Vid erum "still going strong" og hardari en andskotinn. Island heitir Bing Dao a kinversku og her eystra erum vid bara kalladir bingdaarnir - nafnid vekur alltaf furdu og hlatur, enda thydir Bing Dao Ispinna-eyjan, ha, ha, ha...
bestu kvedjur til ykkar allra (thad er ekki audvelt ad komast i tolvu her a slodum, en tekst nu samt)
Kristjan og H
Um bloggið
KristjánG
Færsluflokkar
Tenglar
Kristján og Huld í Austri
Allir þeir sem nenna að lesa um okkar farir í Austurlöndum fjær eru velkomnir/ar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Mikið er gaman að fylgjast með ferðum ykkar á veraldarvefnum, eins og ein Langbrók oft kemst að orði. Þetta er ótrúlegt ævintýri ! Hlakka alltaf til að kíkja á bloggið og sjá hvort ný færsla sé komin.... og nú var ég heppin, enda utan tölvusambands í rúma viku= margar færslur og fróðlegar.
Gangi ykkur áfram sem best. Kærar kveðjur frá hlýja Íslandi.... hér rignir af og til svona "útlandaskýfalli" ef svo má að orði komast. Stella A.
Stella A. (Langbrók) (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.