13.6.2007 | 15:24
Miðarnir komnir - vegabréfin klár
Þið skuluð ekki ímynda ykkur að ferðaskrifstofur séu bara að hirða af okkur money (þó þær taki auðvitað þóknun í ríflegum mæli fyrir þjónustu sína). Þær eru bara prófesjónal á sínu sviði og bregðast sjaldan. Reyniði að afla ykkur allra upplýsinga, nauðsynlegrar þekkingar á lestar-, skipa-, flug- og rútuferðum um ókunnar slóðir, vegabréfsáritanir, heimboð og allt hitt sem þarf til að fara í austurveg. Einfaldasta málið er að hafa samband við reynda ferðamálasérfræðinga og láta þau sjá um málin. En það er samt gaman að fást við þetta sjálf. Það er eiginlega mest gaman.
Þær stöllur Yulia Strelnikova í Heilagri Pétursborg og gjaldkerinn Lubya Sofya í Moskvuborg eru búnar að redda miðunum fyrir okkur og auðvitað hefur starfslið Glitnis verið ómissandi í þessu ferli.
Það eru samt atriði sem vert er að gefa gaum að áður en maður reynir að skipuleggja eigin ferð á eigin vegum:
1. Til Rússlands þarf maður boðsbréf (kallað voucher eða invitation), en starfsmenn sendiráðsins uppi á Túngötu hjálpa og leiðbeina. Frábært fólk. Við völdum ferðaskrifstofu af handahófi og lentum á Nordic Travel í Pétursborg. Ef þið ætlið að fylla út umsókn um vegabréfsáritun til landsins með stóra bjarnarhjartað er best að hlusta vel á starfsmenn sendiráðsins - þau vita hvað þarf og hvað ekki þarf. Munið bara að Rússland er í mörgum, mörgum öðrum tímabeltum en við og það þarf að huga að lókaltíma þegar miðar eru pantaðir og sótt um vegabréfsáritanir. Rússland er heldur ekki Tryggingastofnunin þar sem frænka þín vinnur. Verðið er 3000 kall á mann, ódýrt ef maður hugsar um hvað bjórinn kostar hérlendis. Svo ekki sé minnst á greiðslur skattborgaranna til alls konar seðlabankastjóra, skattsvindlara og þingfarakaupsellilífeyrisþega.
2. Kína er með sendiráð á Íslandi. Gætið bara að því að nýverið gengu í gildi ný eyðublöð fyrir vegabréfsáritanir - þær gömlu geta bara farið í ruslið. Svo er hitt, og þetta er mikilvægt, að vegabréfsáritunin til þriggja mánaða byrjar að renna út daginn sem þú nærð í passann. Við fengum vegabréfsáritun 9. maí og þurfum þess vegna að vera komin út úr Kína 9. ágúst eða framlengja vegabréfsáritunina að öðrum kosti. Og það kostar nokkra dollara. Hins ber líka að gæta að ef sótt er um "single entry" getur maður ekki heimsótt Macau án þess að kaupa nýja áritun (sem bara gildir í fáeina daga...). Höldum að Hong Kong sé öðru vísi, en það kemur í ljór. Biðjið þess vegna um "multiple entry" og þá eruð þið á grænni grein. Annars var starfsfólk kínverska sendiráðsins elskulegt og relaxed. Ekker út á það að setja.
3. Mongólía er ekki með sendiráð á Norðurlöndum svo okkur sé kunnugt um, en sendiráð þeirra í London er áreiðanlegt og fljótvirkt. Haliði bara niður visumumsókn á netinu (sláið upp ámongolian embassies og þið finnið London) fyllið hana rétt út, sendið passamyndir og ávísun í pundum og allt fer vel. Opinberlega þarf maður boðsbréf eða "voucher" til Mongólíu en það er tiltölulega einfalt að finna ferðaskrifstofur, hótel og backpackerstaði sem redda því. Muniði bara að borga ekki nema sem svarar tíu hundraðshlutum af heildarverðinu.
4. Ef passarnir rata heim aftur og eru með réttar vegabréfsáritanir er mikilvægt að hafa ljósrit af þeim síðum sem skipta máli. Sé maður rændur (og komist ekki upp með amatörrússnesku) er gott að hafa ljósrit af passanum, það auðveldar öll mál. Það sama gildir náttúrulega um kredittkort og debittkort og landakort, en þegar að því kemur er mikilvægast að hafa símanúmerið til VISA eða MASTER CARD, American express eða annarrakortaútgefanda. Eins er gott að hafa ljósrit af öllum virkjunarframkvæmdum á Íslandi, flöttum þorski og Davíði Oddsyni.
5. Ef þið skylduð ætla lengra suður en til Beijing, Shanghai og Xian (sumir fara til Xiamen) verðiði að hugsa um vegabréfsáritanir til Víetnamog kannski Kambódíu (Laos og Burma). Þær er hægt að fá í sendiráðum þessarra ríkja í Beijing og í sumum landamærabæjum/-borgum Kína. Best er að ljúka þessu af í Beijing áður en lengra er haldið.
Og hana nú.
Góða ferð
Kristján og Huld
Um bloggið
KristjánG
Færsluflokkar
Tenglar
Kristján og Huld í Austri
Allir þeir sem nenna að lesa um okkar farir í Austurlöndum fjær eru velkomnir/ar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja nú styttist í þetta hjá ykkur - 21. nálgast óðum og mikið verður gaman að fylgjast með ferðalagi ykkar. Ég óska ykkur góðrar ferðar og njótið þess framandi en munið að segja okkur sem heima sitjum allt sem þið sjáið og upplifið.
Þórhalla (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 11:45
Það er greinilega heilmikið mál að skipuleggja svona ferð, frá litla íslandi. Samt gott að sjá að miðarnir séu komnir og ferðaskrifstofurnar hirtu ekki meiri penning af ykkur en þeir ætluðu sér í upphafi. Þetta á eftir að verða svo spennandi og skemmtileg ferð hjá ykkur Samgleðst ykkur.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.6.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.