Í fótspor ráðherrans

Las einhvers staðar að Jónina Bjartmarz ætli að flytja til Kína og fara að læra kínversku. Hugrökk kona. Kannski er auðveldara að safna atkvæðum þar, Kínverjar eru svo margir að það hljóta einhverjir að aðhyllast landbúnaðarstefnu Framsóknarfokksins meðal þeirra 1300 milljóna sem búa í Ríkinu í miðjunni. Á hinn bóginn getur orðið erfitt að skýra hana út á kínversku þegar meirihluti Íslendinga á erfitt með að skilja hana til hlítar, hvað þá kyngja henni...
Samt er gott að vita til þess að lúnir íslenskir ferðamenn, sem hafa þvælst með Síberíulestinni sólarhringum saman, eigi hauk í horni í þessu víðlenda og fjölmenna ríki. Sé að ég verð að taka þessa staðreynd með í ferðaundirbúninginn, vona bara að okkur verði tekið jafnvel eftir sem áður. Hver veit nema Jón Sigurðsson flytji til Mongólíu til að aðstoða eftirkomendur Chingiz Khaan með stóriðnvæðinguna sem ku vera á mikilli siglingu þar í landi um þessar mundir. Þá vantar bara að Guðni Ágústsson taki að sér yak-pólitíkina á hrísgrjónasvæðum Suðaustur Asíu. Obobob - útrás Íslendinga á sér engin takmörk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband