20 000 km lestarferš

Ég er aš fara ķ rśmlega 20 000 km lestarferš meš sambżliskonu minni, Sigrķši Huld Sveinsdóttur, žann 21. jśnķ og getur nęrri aš slķk ferš žarfnist dįlķtils undirbśnings. Žetta er ekki ferš sem er ķ boši neinnar feršaskrifstofu og hśn er heldur ekki skipulögš af neinum öšrum en okkur sjįlfum. Slķkar "backpacker"- eša bakpokaferšir eru nefnilega ķ ešli sķnu lauslega skipulagšar, en žó eru vissir hlutir sem veršur aš skipuleggja ķ smįatrišum. Žegar mašur nįlgast sextugt hefur mašur kannski lķka meiri žörf fyrir aš hafa vašiš fyrir nešan sig en į yngri dögum.

Feršin liggur frį Umferšamišstöšinni ķ Reykjavķk til Oslóborgar, en žašan er fariš meš lest til Stockhólms, skipi til Turku ķ Finnlandi og svo meš lest til Helsinki, žar sem mišarnir meš Sķberķulestinni eru sóttir. Svo förum viš meš "Tolstoj", en svo heitir nęturlestin sem gengur milli Helsinki og Moskvu, til Oktoberskaya-stöšvar ķ höfušborg Rśssa en žar hefst hin eiginlega Sķberķulestarferš. Sķberķulestin fer frį Lavroskaya-stöšinni og fimm dögum sķšar er komiš til Ulan Bataar ķ Mongólķu. Eftir nokkurra daga stopp höldum viš svo įfram til Beijing ķ Kķna. Žar lķkur hinum skipulagša hluta feršarinnar en ķ grófum drįttum ętlum viš frį Beijing til hinnar fornu keisaraborgar Xian og sķšan til Sichuan, žar sem viš heimsękjum borgirnar Chengdu og Chongqing og nęsta nįgrenni žeirra. Raunar er ašaltilgangurinn meš heimsókn til sķšarnefndu borgarinnar aš taka skip nišur Yangzi-fljótiš nišur aš stķflunni miklu, Žriggja-gljśfra-stķflu - sem veriš er aš leggja sķšustu hönd į. Žašan höldum viš svo įfram meš lest til Shanghai og sķšan til Guangzhou, Hong Kong og Macau. Žar nęst förum viš til Kunming ķ Yunnanhéraši og skošum nokkrar nįttśruperlur og bęi minnihlutafólks sem žar bżr. Eftir žaš liggur leišin til Nanning og žašan til Hanoi ķ Vķetnam og svo heldur feršin įfram til keisaraborgarinnar Hué og žar nęst Sęgon, eša Ho Chi Minh-borgar eins og hśn heitir opinberlega nś. Frį Sęgon munum viš svo taka fljótabįt į Mekongfljóti til Phnom Pehn ķ Kambódķu, en žar verša einnig heimsóttar rśstir Angkor Wat-hallar og borgin Siem Reap. Aš lokum liggur leišin svo til Bangkok ķ Tęlandi og borgarinnar Chiang Mai. Viš ętlum okkur 70 daga til feršarinnar, en ekki 80 eins og Phileas Fogg, enda fór hann umhverfis jöršina į žeim tķma. Hvernig viš komum okkur heim er órįšiš, en žaš veršur ekki meš jįrnbrautarlest.

Svona langt feršalag žarf aš skipuleggja, žótt aušvitaš verši komiš vķšar viš en į žeim stöšum sem nefndir hafa veriš. Žess vegna byrjušum viš aš undirbśa feršina fyrir hįlfu įri sķšan og sjįum nśna aš ekki veitti af žeim tķma. žaš er nefnilega ķ mörg horn aš lķta og mörgu sem žarf aš huga aš įšur en haldiš er af staš. Śtvega žarf vegabréfsįritanir og farmiša, fį sprautur, og skaffa naušsynlegan śtbśnaš, sums stašar žarf aš panta hótel og svo žarf mašur aš hafa góšar feršabękur meš sér og kynna sér rękilega menningu, sögu og hętti žeirra landa, žjóša og žjóšarbrota sem heimsękja į.

Viš komum aš praktķskum hlišum undirbśningsins ķ bloggum nęstu daga.

KristjįnG 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband