Fćrsluflokkur: Ferđalög

La vita es belle

Dasamlegt ad ferdast i Kina, folk er yndislegt og vid hofum thad eins og blomi i eggi. Beijing er logd ad baki, blessud se minning hennar, vid erum a leid til Xian. Reyndar minnumst vid thess med gledi ad hafa att god samskipti vid litid veitingahus nalaegt gististadnum thar sem vid bjuggum, en thar hittum vid ymislegt folk sem okkur var kaert smam saman. Vid erum buin ad sja thad sem er ad sja i Beijing, eda thad sem turistarnir sja, og nu forum vid inn i hid raunverulega Kina. Xian er naesti stadur en thad verdur erfitt af thvi vid faum bara "hard seats" i lestinni. En vid erum ung og hress svo ekkert amar ad okkur.

 


Turistagildrurnar eru ut um allt

Thad er ekki skrytid ad turistar seu turistar, Beijing er ofurvaxin turistagildra og utum allt er verid ad bida eftir peningum erlendra ferdamanna. Vid forum hins vegar i gamla hverfid og bjuggum i Hutong, en thad er eins konar Skuggahverfi borgarinnar. Audvitad forum vid a stja til ad skoda borgina og naesta umhverfi og aetludum i Forbodnu borgina, eda gomlu Keisaraborgina. A leidinni maettum vid tveimur ungum stulkum sem drogu okkur med ser til thess ad skoda te-seremoniu eda te-drykkju ad haetti kinverja. Vid fengum ad smakka minnst 18 tegundir af tei, rautt te, graent te, bloma-te, bambus-te og alls konar, og thad var yndislegt en kostadi natturulega pening. Umferdin i Beijing er algjor martrod, her keyra allir eins og their seu ad fara sina hinstu ferd, en tho gengur allt vel. Huld segir ad thetta se bara eins og i Mosfellsbae en eg er ekki sannfaerdur um thad. Eg held ad thad se heldur eins og i Paris, Islamabad eda Istanbul...

Audvitad stoppudum vid a Beijing-hoteli thar sem allir fyrirmenn og -konur heimsins hafa buid og thar sem myndin af manninum sem ognadi skriddrekunum fordum daga var tekin, en thad var breytt fra thvi eg var her sidast. Allt er breytt, Beijing er ekki Beijing lengur heldur Olympia-wannabe en eg er ekki viss um ad thad haldi. Thad tharf ad gera eitthvad meira og kannski lanast Kinverjunum thad. Huld segir ad pipulagningarkerfid se staersta vandamalid og eg er a thvi ad thad se rett. Aetli bandariskir turistar med fullt af peningum saetti sig vid ad setja klosettpappirinn i ruslafotu vid hlidina a klosettinu? Reyndar er eg buinn ad eydileggja thetta kerfi nu thegar med thi ad setja pappir i klosettid svo vid verdum ad sja til hvort allt verdi i lagi 2008.

Vid komumst samt ad lokum til Keisaraborgarinnar og saum Himinhofid en thar var varla tverefotad fyrir folki, turhestar ut um allt. Vid nadujm godu sambandi vid folk a "Naesta bar" sem kom fra Gansu, en milljonir Kinverja streyma til storborganna a ari hverju i leit ad atvinnu eda atvinnutaekifaerum. Kinverjar eru yfirleitt vingjarnlegir og ahugasamir um uppruna og ferdir utlendinga og her er orugglega ohaett ad ferdast, litil haetta a ranum og vandraedum.

A Torgi hins himneska fridar var allt eins og thad a ad vera, likid af Mao la a sinum stad og folk tok lifinu med thessari ro sem einkennir Kinverja. Frabaert. Lifid er eins og thad a ad vera, dasamlegt og spennandi.

I hutongunum for eg natturulega inn i ranghala og vid endudum medal annars inni i stofu hja eldri hjonum sem brugdust thannig vid ad stolar voru sottir og bodid upp a te. 

Bestu kvedjur til ykkar allra

Kristjan og Huld 


Hope you have a pleasant

Eg se fyrir mer akvedin vandamal thegar Olympiu-leikarnir verda haldnir a naesta ari. I lestinni er madur kynntur fyrir Kina med ordunum "Hope you have a pleasant", en pleasant hvad? Vona ad vel?? Enska og onnur althjodamal eru af skornum skammti thott mikid hafi verid gert i theim efnum herlendis og klosettin seu i lagi, en Kinverjar verda ad herda sig fyrir naesta ar annars verda Olympiu-leikarnir bara Kinverjum til hneisu.

Vid forum a Langa murinn og fengum tilbod um "instant wedding" eda bradagiftingu en tokum ekki tilbodinu enda hefdi eg verid logsottur fyrir tvikvaeni ef af hefdi ordid. A naesta veitingstad var okkur bodid upp a "pig elbows" - en hvenaer fengu svinin olnboga? Raunar hafa flestir Kinverjar af yngri kynslodinni skipt um nofn og kalla sig John, Eve eda Lara og thar fram eftir gotum, en thad breytir engu um hvernig enskukunnattan er, thad er ekki audvelt ad komast gegnum Beijing med ensku, their thurfa ad fara ad hrada ser.

Murinn var eins og maurathufa og flestir turhestanna voru Kinverjar en thad var ekki tvefotad fyrir folki. Vid tokum "cable-car" eda virvagn eins og Huld kallar thetta fyrirbaeri, hun var daudhraedd en eg bar mig eins og madur og let ekki bera a neinni hraedslu. Hatt flugum vid og undir voru dalir, gljufur og fjoll en vid hofdum thetta af eins og allt annad. Hope you have a pleasant...

Bestu kvedjur til ykkar allra

Kristjan og Huld

Ps: thad virdist sem allir seu faeddir i ari rottunnar (23 ara) eda i ari svinsins. Thad sidastnefnda a ad minnsta kosti ad faera med ser mikla lukku og audaefi. Hvad rottuna vardar er eg sjalfur rotta og kemst thangad sem thorf er a.

 

 


Asskotinn hafi thad

Beijing er gjorsamlega breytt. Thegar eg var herna fyrir 20 arum voru ekki til almenningsklosett, engar mjolkurvorur og leigubilstjorarnir toludu ekki ensku. Nu er verid ad syna fjos i sjonvarpinu sem ekki standa ad baki thvi besta sem gerist a Islandi. Kinverjar eru lika haettir ad skyrpa a gotur og torg eftir heiftarlega barattu yfirvalda gegn thessum osid. Thannig hefur berklasjuklingum farid faekkandi og serfraedingar a thvi svidi ordid atvinnulausir.

Vid komum til Beijing og fundum hotelid okkar eftir sma vesen, en leigubilstjorinn okkar var frabaer og gafst ekki upp. Herna er gifurlega heitt, ofurregn i ymsum herudum landsins og horgull a svinakjoti vegna thess ad fleiri thusund svin hafa drukknad. Svinakjotid hefur haekkad um 200 ISK kiloid vegna thessa, hljomar kannski eins og smamunir en thad er mikid fyrir folkid herlendis.

Atvinnuhorfur eru annars godar, markadurinn blomstrar og allt er ad komast i Olympiu-skap. Eins og kunnugt er verda Olympiuleikarnir haldnir herna a naesta ari. Hins vegar eru kjor almennings ekki alveg eins god, folk vinnur 12 til 14 tima a skitalaunum og er rekid ef thad hnerrar eda hostar.

Huld segir ad maturinn herna se bara vassmatur og vill helst fa ser rugbraud med osti eda skyr - daemigerdur Islendingur ur sveit, en thad er hvergi ad fa. Eg sakna hins vegar skyjaflokanna og laegdanna sem svifa yfir fodurlandid og gera loftid ferskt og fallegt. Okkur hefur ekki ordid misdaegurt og her er einstaklega ljuft og vingjarnlegt folk. Reyndar hittum vid einn logreglumann sem ekki var eins og folk er flest, en thad er nu ekkert serlega kinverskt, logreglumenn eru alls stadar svona. Vid settumst, attavillt og threytt eftir langa ferd, a "framsoknartyp..." sem vid rakumst a og reyndum ad finna ut hvert vid vaerum ad fara. Tha snaradist thessi ungi og vorpulegi madur ad okkur og aepti: STAND UP. Okkur langadi natturlega til ad spyrja hann hvort hann vaeri stand-up-comedian, en letum thad vera af otta vid afleidingarnar. Best ad vera ekki ad rifa kjaft i landi sem heldur utan um althyduna med jarnklom i silkihonskum, madur veit aldrei. Annars er mjog gott ad vera Islendingur i kina og okkur er sagt ad taknin sem notud eru fyrir "Ispinna-eyjuna" (heitir eiginlega thad a kinversku) seu falleg og beri med ser gaefu og beri merki um ad thar bui gott og giftusamt folk. En thetta vissum vid, thad voru svo sem engin tidindi.

Tolvan virkar ekki og omogulegt ad finna Apple Macintosh her i borg. En asskotinn hafi thad, vid berum vorn kross i thogn og med tholinmaedi.

bestu kvedjur til ykkar allra sem hafa bloggad til okkar

Kristjan og Huld


Sandur og landamaeraverdir

Thad er ekkert audvelt ad ferdast i lest thar sem hvorki er klosettpappir eda heitt vatn og ekki verdur thad betra thegar komid er ad landamaerum fyrrverandi (og nuverandi) sosialistiskra rikja. Tha byrjar madur fyrir alvoru ad kvida fyrir pappirsleysi. Menn og konur med graenar hufur sem lita ut eins og einkennishufur fra nazistatimabilinu eru alls stadar. En audvitad verdur madur ad hafa pappira og oll gogn annars kemst madur ekki neitt lengra. Ad fara yfir landamaeri er eins konar martrod, en ef madur er ad ferdast verdur madur ad gera thad. Thad er pappirsvinna sem getur aert ostodugan og gert lifid erfitt. Russland var verst, thad kom folk inn i lestarklefann og beinlinis oskradi a okkur bara til thess ad fa passana okkar. Audvitad fengu thau tha en tilfinningin var eins og vid vaerum einhverjir glaepamenn eda villidyr sem vaerum ad reyna ad smygla einhverju eda einhverjum inn eda ut ur landinu. Mongolia var svo sem audveldari, einkum af tvi ad vid hofdum mongolska ferdafelaga sem kunnu a kerfid, en samt var erfitt ad komast fra Mongoliu til Kina. Ad vissu leiti var thad vegna thess ad Kinverjar hafa adra breidd a lestarsporunum en Russar og Mongolar og thess vegna thurfti ad lyfta lestunum yfir a onnur hjol. Landamaeraverdirnir i Kina voru hins vegar vingjarnlegir/ar og allt gekk ad oskum thegar komid var til landamaera Kina.

Hins vegar var sandfokid fra Gobi-eydimorkinni ofbodslegt vandamal. Thegar madur hefur ekki komist i bad i fimm daga og faer thar ad auki nefid, eyrun og augun (vid nefnum ekki adra likamshluta) fulla af gulum sandi, tha hugsar madur hvort thad hefi eiginlega ekki verid best ad eyda friinu i Nordurmyrinni og sleppa ollu thessu bansettu veseni. En vid holdum afram otraud og latum ekkert a okkur fa. Vid skulum komast thangad sem vid aetludum okkur og hvorki sandur ne landamaeraverdir, eydilagdar tolvur og myndavelar, munu koma i veg fyrir thad. Gobi er eins og Sahara, gul og aud, en hinn eilifi nordanvindur a thessum slodum gerir ad folk er ordid skaeygt og gult...

Blogga fra Netkaffi, enda er tolvan i lamasessi.

Bestu kvedjur til ykkar allra

Kristjan og Sigridur Huld


Islenskir hestar a hinum eilifu slettum Mongoliu

Ulan Baatar var eins og vid var ad buast, ekkert heitt vatn og hrikalegur hiti. Okkur hafdi verid lofad ad einhver myndi hitta okkur a brautarstodinni en enginn kom. Zaya - the Grand Lady, sem vid bjuggum hja - var i Terelj sem er thjodgardur rett austan vid hofudborgina. Thegar hun kom aftur var hun baedi threytt og slaept og ekki var stadid vid nein loford. Vid fengum samt agaetis herbergi og goda thjonustu og folk var vingjarnlegt og hjalpsamt. Alls stadar thar sem vid forum voru hestar i hopum, nakvaemlega eins og a Islandi. Hestarnir voru dasamlegir tho vid faerum ekki i reidtur. Huld datt nefnilega af hesti i fyrra og er ekkert fyrir reidtura eftir thad. En vid hofum svo sem farid a bak fyrr thannig ad thad var ekkert vandamal.

Vid komumst til Orkhon - sem var adalatridid fyrir mig - og saum tyrkneskar runir a bautasteinum fra thvi ca. 600 e.k. Thangad forum vid med rutu fra Ulan Baatar  til litils baejar sem heitir Nalaich og svo tokum vid leigubil. Frabaert! Enntha er Mogginn ekki buinn ad bua til fancy blogg-sidu fyrir mig og eg er farinn ad halda ad thad verdi bara ekki gert. En svona er lifid, you loose some and you win some.

Vid saum lika kameldyr, (an thess ad fara i reidtur), drukkum gerjada merarmjolk (sem heitir kumiss eda eirik, en er ekki god fyrir islenska maga) og dvoldum hja mongolskum hirdingjum i tjoldum sem kollud eru ger. Mongolia er svolitid skritid land en thad virkar naestum allt - nema umferdin. Ekki leigja bil!!!

Gotubornin svafu ut um allt og betludu a daginn. Thad var aumkunarvert ad sja hversu mikil fataekt og eymd er hja thessum bornum, en vid gatum ekki breytt thvi ad thessu sinni, til thess tharf meiri peninga og oflugri skipulagningu. Vid eigum eftir ad hitta betlara og gotuborn aftur og aftur a thessarri ferd, en svoleidis er lifid, thad er ekkert serstakt rettlaeti til...

Bestu kvedjur til allra

Kristjan og Huld


Hjolkoppasali og lama-prestur

Siberiulestin var ekki eins og vid heldum. Thad var erfitt ad finna mida i Moskvu en thad tokst, svo forum vid i lestina og bjuggum med tveimur mongolskum stulkum. Mongolskur hjolkoppasali fyllti klefann okkar af ologlegu drasli, sem hann aetladi ad selji i Mongoliu og tokst ad smygla thvi inn i sitt kaera heimaland, en vid hardneitudum ad taka a okkur nokkra abyrgd fyrir thessari verslunarferd, en stulkurnar urdu ad taka abyrgd a draslinu. Ce la vie.Svvo kom ad thi ad vid vorum bodin til ad hitta lama-prest og heyra hann lesa sutrur fra buddiskum visdomi med djupri rodd og mikilli innlifun. Mjog gaman. Reyndar vard lama-presturinn svo fullur ad thad thurfti fjora menn til ad kom honum i bolid. Leidinlegt ad Mogginn hefur enn ekki sett upp almennilega bloggsidu fyrir mig, eins og samid var um, en thad kemur kannski a morgun eda einhvern timan...

Ekki haegt ad blogga i lestum en eg blogga thegar haegt er..

Skrifa um Mongoliu a morgun - thad var aedeislega gaman ad ferdast thar


Eitt sinn einn eg gekk yfir Raudatorg

Moskva, Moskva...nu var eg ekki einn en med yndislegri konu med mer. Vid komum a Raudatorg ad sjalfsogdu, en adur vorum vid raend. Leigubilstjorarar eru ekki eins og their eiga ad vera, en their eru raeningjar. Vid fundum samt alt sem finna atti og ad lokum komumst vid til Yaroslavskaya stodvar thar sem Siberiulestin fer fra. Hun for seint um kvold eftir ad vid hofdum bedid i marga tima medal glaepalyds og logreglumanna. Allt gekk vel, vid fengum tvaer mongolskar stulkur sem klefafelaga, thad var ekki verra en ad sitja a Hrauninu. Thvi ma baeta vid ad unga folkid a gistiheimilinu sem vid hofdum pantad var yndislegt folk og afskaplega heidarlegt.

Allir verda ad fara a Ulitsja Tverskaja eda hlidargotur hennar thar sem gott kaffi og godan bjor er ad fa. Moskva er OK en nyfrjalslyndisstefnan er ad kaefa borgina. Thad verda vandraedi.

Vid heyrumst

 


Hvalveidiandstaedingar teknir i gegn

Finnland er aedislegt, sama hvort tolvan virkar eda ekki, sol og sumar og tungumal sem enginn skilur nema hann\hun seu faedd i Lahti eda Helsinki. Vid komumst heilskinna fra Aabo til Helsinki med lestinni, eftir erfida nott a ferjunni milli Stokkholms og Aabo, og fundum rettan bas til ad na i midanna og thannig vard eitthvad ur ferdinni afram. Thad er samt ekkert einfalt mal ad komast afram an ferdaskriftsofu og ferdathjona, en svona er lifid. Hins vegar urdu vandraedi thegar Huld redst ad Greenpeace-vini, sem var ad reka arodur gegn hvalveidum a midri gotu i Helsinki og skammadist og reifst. Thaer rokraeddu og toludu um malin medan eg for ad gefa smafuglum franskbraud. Thad vard til thess ad mer var hotad handtoku af einhverjum Securitas-asna vegna otta vid fuglaflensu. Ekki vilja their veida hvali og ekki vilja their ad fuglarnir fai braud???

Thad er ekkert audvelt ad komast med Siberiulestinni og vid fengum ad reyna thad thegar komid var til Helsinki. Midarnir lagu ekki a lausu en allt gekk samt upp ad lokum. Thadan forum vid svo med hinni sogufraegu lest Tosltoi. Ekki long ferd en samt minnisverd vegna folksins sem vid hittum. Svo bida slettur Siberiu og hinn heilagi fadir allra Mongola, solin. Vonandi verdum vid ekki etin upp af moskitoum sem ku vera a staerd vid thyrlur landhelgisgaeslunnar. Svo vonum vid bara ad taeknifolk i Moskvu eda Mongoliu geti reddad tolvunni, thvi thetta er leidinlegt ad thurfa ad blogga svona a th..

Kvedjur til allra 


Fall er fararheill

Thad er nú gaman ad kaupa sér splúnkunýja MacBook fyrir 200 thúsund kall og láta skima hann burt á Leifsstöd. Kannski Finnarnir getí hjálpad mér á morgun, vid Huld tökum ferjuna í kvöld til Ĺbo eda Turku. Svo sjáum vid til. Hér í Stokkhólmi er sunnudagur og allt er lokad. En fall er fararheill saqmkvaemt íslenskri hjátrú, thetta gengur einhvern veginn - höldum vid alla vega. Frábaer ferd hingad til en svolítid leidinlegt ad draslast med fartölvu í bakpokanum sem ekki virkar.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband