Fćrsluflokkur: Ferđalög
18.8.2007 | 02:44
Nu er allt i uppnami
Saigon er undarleg borg og beinlinis varasom, allir eru ad reyna ad na i peningana manns og verdid a ollum hlutum er miklu haerra en i Hanoi. Oll nullin gerir okkur ruglud og tho eg reikni allt ut i dollurum er eg engu naer sannleikanum, eg borga bara uppsett verd. Ce la vie. Vid forum til Pnom Penh i dag, midarnir eru komnir en folkid her a hotelinu vill ekki hjalpa okkur ad panta hotel thar i bae. Okkur er sagt ad vid komum thangad eftir 7-8 tima rutuferd, en eg stola nu ekkert serstaklega a thad, Asiubuar eru ekki nakvaemir thegar um klukkuna er ad raeda og her a hotelinu er folk frekar ad ljuga en hitt. "Worst case" er ad koma til hofudborgar Kambodiu i myrkri, an hotels og an thess ad vita hvert vid erum ad fara, en thad verdur bara ad hafa thad. Vid verdum bara ad sja hvad kemur ut ur thessu, en vid gefumst ekki upp en holdum otraud afram og sjaum hvad dagurinn hefur i for med ser.
Her er stridsminjasafn en thad erum vid buin ad sja i Hanoi lika thannig ad vid hofum haldid okkur a gotunum kringum hotelid, thar er nog ad sja og mannlifid er skrautlegt. Sitjum nuna i lobby hotelsins, thar sem Internetid er og bidum eftir ad verda flutt nidur a rutubilastodina. Eg held ad thetta geti ordid long og erfid ferd, en thad verdur bara ad hafa thad. We are the champions eda var thad champingons? Thad kemur allt i ljos. En alla vega er allt i uppnami og vid vitum ekkert hvad tekur vid, ha, ha, ha, ha...
Bestu kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 04:29
Yakuxar og beljur i bandi
Vid erum komin til Saigon eftir 38 tima ferd a fyrsta farrymi i lest, sem var eins og ad liggja a golfinu i rutunni til Hornafjardar, en hvad um thad, vid erum komin thangad sem vi aetludum okkur. Thad var tekid a moti okkur a venjulegan hatt, hurrahrop og lofaklapp, og okkur tokst ad semja vid bilstjora um ad keyra okkur a hotel fyrir 10 dollara. Thad gekk eftir sma vesen og vid erum med fint herbergi og hofum thad eins og greifynjur. I dag aetlum vid ad skoda borgina og svo forum vid til Kambodiu a morgun ef allar godar vaettir standa med okkur. Thad er nu ekki vist...
A leidinni saum vid helling af yakuxum og beljum med kryppu. sem allar voru bundnar i snuru sem kom fra hring i nefinu eda nosunum a theim. Ummerkin eftir taifauninn, eda ofsastorminn, sem hefur herjad her voru alls stadar sjaanleg, hrisgrjonaakrarnir voru eydilagdir, husin i slaemu standi og jarnbarautarteinarnir voru slaemir og i vidgerd.
A leidinni komu born og unglingar hlaupandi medfram lestinni og sum theirra hoppudu upp a lestartroppurnar og settu hondina fyrir munninn, sem mun vera teikn um ad thau vaeru svong. Sem betur fer seinkadi lestarferdinni thannig ad vid sluppum vid ad koma til Saigon klukkan 4 ad nottu, thad er aldrei gaman ad koma i naeturmyrkri til storborgar sem madur thekkir ekki. Alla vega var ljos og thad lysir enntha, ha, ha, ha... Her er 30 stiga hiti en sem betur fer sma gola. Vid holdum bara afram, thetta hlytur ad ganga vel.
Bestu kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 07:02
Oarga dyr og yndislegt folk
Eg hef natturulega labbad inn i eitthvert ongstraeti thar sem eg maetti brjaludum hundi sem redist ad mer, en eg komst undan med naumindum. Oargadyrin er hins vegar flest i umferdinni og thad tharf ad slangra a vissan hatt til thess ad komast yfir gotur, alla vega her i Hanoi. Her er allt fullt af konum sem bera a herdum sinum korfur a stongum med thungu hlassi, annad hvort avoxtum, graenmeti eda odrum nytsamlegum hlutum. Mennirnir keyra a skellinodrum eda hjolavognum med turista eda eru ad vinna i verksmidjum eda uti a okrum. En lifid hefur sinn gang, thad stoppar enginn thessa thjod. Vietnam er verdandi storveldi, her eru oll nutimathaegindi og folk er yndislegt. A flestum gotum i gamla hluta borgarinnar tekur eitthvad folk med ser plastkolla og setur fram kok og bjor, steikir einhvern mat og rekur thar med veitingastad. Thetta er otruleg borg og eg get alveg maelt med henni. Vedrid er lika frabaert, sol allan daginn og samt haegt ad halda sig i skugganum ef thorf krefur.
Huld er farin til hargreidslumeistarans og eg sit og blogga a medan. Vid erum buin ad tekka ut af hotelinu en faum ad geyma bakpokana okkar thar til vid verdum sott og forum i langa lestarferd til Saigon. Thar bidur okkar naeturmyrkur, vid hofum brotid adalreglu allra ferdalanga - ad koma til storborga um midja nott - an hotels og an thess ad geta talad eda fundid attirnar. Allt er svart en vid gefumst nu samt ekki upp, ferdin verdur farin eins og vid hofum aetlad okkur. Hvar aetla their ad na i lid til ad yfirbuga mig? Thad er adalspurningin i dag og kannski a morgun lika.
Bestu kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 02:51
Lotusfrae og erfidar samgongur
Thad er ekki audvelt ad komast hedan fra Hanoi til Sigon, en folkid a hotelinu herna hefur komid thvi til leidar ad tveimur bornum er gert ad sofa hja foreldrum sinum thannig ad vid hofum fengid tvaer kojur a fyrsta farrymi. Luxus! Enda er thetta 33 tima ferd og ekki vildi eg fyrir nokkurn mun fara med rutu og liggja i fosturstillingu allan timann an thess ad geta sest upp. Eg er einfaldlega ordinn of gamall fyrir slikt. Huld tekur ollu med ro og laetur hvorki vedur, vind ne vandraedi a sig fa, en hun er nu lika Mosi og thar i sveit er madur vanur ymsu.
Eigendur hotelsins hafa gefid okkur ferdabok um Vietnam, ausid yfir okkur velvilja og einmitt nuna er Huld ad borda lotusfrae, sem eiga ad vera serstaklega holl. Inni i them er graen raema sem madur getur bordad, en tha adeins til ad fa godann naetursvefn. Vid tjekkum ut af hotelinu um hadegi i dag, faum lestarmidana klukkan fimm og svo forum vid klukkan sjo. Einu vandraedin eru ad allt er i flodum og fellibyljum a leidinni, en thad er bara fint ef okkur seinkar. Samkvaemt aaetlun erum vid i Saigon og i hondum alls konar glaepahunda klukkan fjogur adfaranott fostudags, ef vid erum ekki ordin kexruglud og komin ut ur almanakinu. Vona bara ad thad seu hressilegir vindar og stormandi rigning a leidinni thanniog ad vid tefjumst og komum i dagsljosi til Ho Chi Minh City, eins og Saigon heitir nuna opinberlega.
Huld er ad fara i hartvott, eg aetla ad fa mer bjor. Svo sjaum vid til hvernig framvinda malsins verdur - vid gefumst natturulega aldrei upp sama hvad maetir okkur.
Kristjan (frimaur) og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 10:32
Hundshausar a fati
Sagt er ad Thjodverjar hafi sent 400 vel aefda, hermannlega thjalfda og grimma Sheafferhunda til Sudur-Vietnams thegar stridid var sem verst kringum 1967. Thad var tekid vel a moti theim og Vietnamarnir beygdu sig og hneigdu og hrosudu hinu thyska riki fyrir velviljann og rausnina. Halfu ari seinna kom thyskur hershofdingi i heimsokn til Saigon og spurdi hermenn og fyrirmenn hins hrynjandi sudur-vietnamska fasistaveldos (stutt af Frokkum og Bandarikjamonnum) hvernig hundarnir hefdu reynst. Svarid var einfalt, Vietnamarnir sleiktu ut um og sogdu ad their hefdu bragdast mjog vel, ha, ha, ha, ha... Her eta nefnilega menn hunda. En thad er samt bannad ad taka myndir af hundshausum a fati. En thad er haegt ad sja tha, til daemis a markadinum sem vid vorum a i dag, enda var thar ymislegt annad ad sja, fiskar, skjaldbokur, slongur, graenmeti og annad lostaeti. Til dameis saum vid nokkrar haenur sem voru friskar og hoppudu um markadinn, korteri seinna var farid ad reita af theim fjadrirnar og halftima seinna var buid ad matreida thaer. Vid fengum okkur ekki bita. Huld er svo mikill dyravinur ad hun tekur ekki thatt i svoleids logudu. Hun etur bara thad sem kemur ur slaturhusinu og tha thekur hun osleitilega til matar sins, en baetir tho ekki vid sig grammi, horast heldur...
Vid buum i frabaeru umhverfi, hofum thad gott og holdum ferdinni afram. Reyndar hafa verid feiklnarlegir thrumustormar og gedveikisleg flod i Mid-Vietnam (svokalladur Tai Feng eda fellibylur, eins og kallad er a islensku), svo vid vitum ekkert um hvort vid komumst thangad sem vid aetlum ad fara. Lestirnar tefjast og ferdafolkid i kringum okkur rifst og skammast, en vid tokum lifinu med ro. Vid sjaum til, morgundagurinn leidir thad i ljos hvort vid komumst a afangastad,
Bestu kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 02:38
Happy Budda og Halong Bay
Turistagildrur eru fyrirsjaanlegar og madur getur natturulega valid ad fara ekki i thaer, en tha verdur mer hugsad til gullna hringsins, Thingvalla, Gulfoss og Geysis og spyr sjalfan mig hvort eg eigi ad fara framhja natturuundrunum i odrum londum med uppbrett nef og spertan hnakka, eins og vissir ferdamenn virdast gera. En their fara einhvers a mis, thier missa af folkinu, taekifaerinu og augnablikinu sem alltaf fylgir ollum ferdum, hvort sem thaer eru skipulagdar af ferdaskrifstofum eda farnar a eigin vegum. Svo vid forum til Halong Bay. Thad er Breidafjordur Nordur-Vietnams, med otal eyjum, skogi voksnum og flestar eins og fjalltindar sem skyndilega hafa sokkid i hid oendanlega haf. Fararstjorinn okkar het Viet, en bad okkur um ad kalla sig Happy Budda, enda gerdum vid thad. Reyndar var turinn thannig ad rutuferdin var jafnlong og batferdin og ef eitthvad er threytandi nuna eru thad rutuferdir. Sem betur fer getum vid tekid lest, tho ad thad taki 32 tima.
Huld er geysilegur rodrarkarl, vid forum i kajakk a Gula hafinu og hun var heldur skarri med ararnar en eg. Reyndar er hun ad monta sig af ad hafa roid fyrir utan Eyrarbakka en eg trui thvi matulega. Sennilega er thad tho rett thvi hun hefur ekki ad vanda ad ljuga neinu.
Herna i Hanoi gengur allt fyrir sig eins og a ad vera. Einhver er ad hoggva upp gotuna med hamri og meitli, nuddararnir eru komnir a skellinodrunum sinum og allir studentarnir sem hafa sumarvinnu a gistiheimilinu eru maettir med stirurnar i augunum. Vid faum lestarmidana i dag, thad er buid ad tho fatalewppana okkar og vegabrefsaritanirnar eru i hofn. Tharf tha eitthvad ad kvarta? Nei, thad tharf ekkert annad en ad gledja sig yfir mannlifinu og med manneskjunum sem eru her. Einu vandraedin eru ad her er fullt af hrokafullum, skilningslausum og afbrigdilegum aAmerikonum, Thjodverjum, Bretum og Frokkum. Thad er hins vegar yndislegt ad vera Iselndingur okkur er alls stadar tekid vel.
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 00:57
Kettlingar og morg null
Vid erum i Hanoi og a leidinni til Halong Bay med einhverju sampan-skipi. Eg held ad thad se heldur turhestalegt en thad verdur bara ad hafa thad. Fundum frabaeran veitingastad og bordudum thar, reyndar at Huld mest af matnum en tho hun se mjo hefur hun goda matarlyst. Her eru enn undirgongin fra stridinu og turhestum er hleypt inn i thau gegn vaegu gjaldi. Annars verdur madur mjog rugladur ut af ollum nullunum a peningasedlunum, einn dalur er 16000 dong, eins og myntin heitir. En vid Isledningar thekkjum thad, thegar eg var ungur madur hafdi eg fleiri milljonir krona i manadarlaun, svo vid skiljum thetta betur en flestir adrir ferdamenn.
Raunar er eg buinn ad gera atlogu ad pipulagningarkerfi borgarinnar med thvi ad kasta pappir i klosettid, en thad a ekki ad halda neina Olympiuleika her svo eg hef ekkert slaema samvisku. Folkid herna a hotelinu er yndislegt, gefur okkur braud og umfadmar okkur, thess utan er her litill kettlingur sem Huld hefur natturulega haent ad ser. Hann liggur a bakinu i fadmi hennar og sefur. Thetta er frabaert.
Kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 09:26
Grjotkast og godan daginn
Thetta var ekki audvelt, leigubilstjorinn var greinilega med samning vid skitahotelid sem vid svafum a i gaer og ekki var thad oruggt heldur. En nu er allt i soma, forum i nudd og letum klippa okkur og greida og fundum frabaeran veitingastad. Her a gistiheimilinu er okeypis internet-adgangur og allt eins og thad a ad vera. Vid erum buin ad panta okkur ferd (og borga lika) til Saigon og thad er verid ad redda vegabrefsaritun fyrir okkur lika - "worst case" thad gengur ekki og eg verd ad fara i Kambodianska sendiradid, en eg held ad allt se i lagi. Madur a reyndar ekki ad halda neitt, heldur vita, en thad er onnur saga.
Af einhverjum astaedum stunda born og unglingar grjotkast a jarnbrautarlestir og rutur og vid urdum fyrir tvhi i gaer. Steinninn lenti i rudunni a lestarklefanum okkar, sem sprakk og Huld fekk sma mol yfir sig en annars komust vid oskodud fra "arasainni". Ekkert midad vid sprengjuarasir Bandarikjamanna a Hanoi a sinum tima. Her eru enn jardgong, sem folk thurfti ad flyja nidur i, thegar B52 flugvelarnar komu med sprengjurnar og Agent Orange til thess ad brjota thetta folk a bak aftur. Thad tokst ekki, Vietnamar eru bunir ad berjast vid nagranna sina i nordri (Kinverja) i 2000 ar og komu ad lokum sigrandi ut ur barattunni, svo logdu their fronsku utlendingahersveitna eins og laufblad vid Dien Bien Phu arid 1954 og og svo voru Bandarikjamenn reknir ut med heidri og soma og skyri og rjoma arid 1975. Reyndar redust Kinverjar aftur a Vietnama tveimur arum seinna, en thad var ekkert velheppnad. Their sneru lika heim. Thetta er litid og nett folk en hardari en andskotinn. Eg myndi ekki radleggja hinum viljugu thjodum ( David og Halldori etc) ad radast hingad inn, their myndu verda klaradir a skommum tima.
Vid buum a frabaeru gistiheimili og hofum thad algjorlega aedislegt. A morgum forum vid til Halong Bay (sem er einhver fallegasti stadur a thessarri bannsettu jord) og svo bidur Saigon og Kambodia. Folkid herna er vingjarnlegt (nema leigubilstjorarnir, sem eru algjorir hakarlar) og natturulega loggan og hermannahelvitin sem aldrei lata neinn i fridi, en thad er althjodlegt vandamal og ekkert serstakt fyrir Vietnam.
Bestu kvedjur
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 02:47
Skellinodruhelvitid i Hanoi
Ef bilar og ofsaakstur eru vandmal i Reykjavik, tha er thad litid samanborid vid skellinodruumferdina herna i Hanoi. Madur er i stodugri lifshaettu ef madur setur taernar ut fyrir hoteldyrnar.
Vid komum med lest fra Kunming, 11 tima ferd med agaetisfolki, en tha vorum vid buin ad sitja "hard seat" (islenskir kirkjubekkir eru mjukir i samanburdi) allan timann. Thad var svo sem ekkert audvelt, en thad var ekki haegt ad fa svefnplass eda thaegilegri saeti nema ad borga riflega og meira an thad. Vid satum a kirkjubekkjunum. Til ad komast yfir landamaerin fra Kina til Vietnam (hecou til Cai ma) urdum vid ad taka skellinodrur, sem eru venjuleg fararartaeki i thessu landi. Thad var svolitid glaefralegt en allt gekk sam vel. En tyhannig verdur madur ad fara yfir einskismannsland og a badum stodum thurftum vid ad fylla ut form og syna passana okkar aftur og aftur. Her er haft auga med folki og engum sleppt inn nema yfirvoldunum thoknist. Thegar vid komum til Hanoi var komid kvold og allt myrkt, sem er brot a ferdamannareglu numer eitt, madur a alltaf ad koma til storborga i dagsljosi. Enda lentum vid i thvi. Leigubilstjorinn keyrdi okkur bara eitthvad og tho vid vaerum med heimilisfang hotels sem vid aetludum til gaf hann bara skit i thad. Vid endudum i einhverju ongstraeti. Ung kona kom og baudst til ad hjalpa okkur en lygabilstjorarnir neitudu ad keyra okkur bakpokapakk...
Thad var lika vandamal ad na i Dong, eins og myntin heitir i thessu landi, en okkur tokst thad nu samt an thess ad vera keyrd nidur af skellinodrukvikindunum. Svo fundum vid hotel sem ekki er upp a marga fiska, en einhvers stadar verdur madur ad sofa. Huld var reyndar bitin eins og svo oft adur, en thetta bit var af betra taginu, thannig ad hun kvartar ekki. Hun gerir thad reyndar aldrei.
Vid erum ad leita okkur ad odru hoteli, buin ad borda agaetis morgunverd og klar fyrir daginn. Vid hofum raunar ekki hugmynd um hvar i borginni vid erum, en vid finnum thad abyggilega ut. Her talar eiginlega enginn ensku og vid erum mallaus og getum ekki lesid skilti eda leidbeiningar. Annars er allt vid hendina og vid hofum thad bara fint. Fundum Net-stad og vitum hvar veitingastadirnir eru (a gotunni a litlum plastikkstolum) thannig ad thad amar ekki neitt ad okkur.
Her er baedi heitt og rakt (90% loftraki) og full thorf a kvefmaskinum. Vid setjum undir okkur hausinn og holdum otraud afram.
Bestu kvedjur til allra
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 15:33
Jarnkrumla i silkihanska
Vid erum komin ad landamaerum Kina og Vietnam, ferdin var svo sem ekkert audveld en tho gekk allt eftir aaetlun. Tolf tima ferd med langferdabfreid a hordum saetum, sem ekki voru thaegileg. Vid erum thratt fyrir allt komin til Hekou, eda Armynnis eins og thad heitir a godri islensku, buin ad finna stad til ad sofa og einhver naungi sem vid hittum aetlar ad redda midum til Hanoi fyrir okkur i fyrramalid, svo sjaum vid til hvad gerist. Her gengur hvorki enska, kinverska, franska eda islenska, allt tharf ad fara fram a handapati og likamsmali, en thad gengur nu samt. Loftslagid er frabaert og folkid er yndislegt og vid hofum thad mjog gott. Vonandi faum vid lestarmidana i fyrramalid, annars erum vid i slaemum malum. Vid hofum farid i gegnum alls slags tekkpunta og loggan her hefur tekid af okkur passana og grandskoda tha, allir i rutunni thurftu ad bida a medan. Nakvaemt eftirlit, jarnhord stjornun og fasistakommmunismi er rikjandi, allt er undir eftirliti yfirvaldanna og enginn kemst neitt an thes ad hafa stimpil (nema hann se poppstjarna eda serstakur vinur rikisstjornarinnar...) Her eru engir utlendingar, nema einn Englendingur sem er buinn ad flaekjast um Asiu i 10 manudi, hann verdur samferdamadur okkar til Hanoi, ef hann lifir thessa nott af. Vid forum afram, setjum undir okkur hausinn og hogum okkur eins og islensk naut i flagi, ha, ha, ha.
Loftslagid her og vedrid hefur verid omilt og fleiri hundrad manns hafa daid og tynst og morg thusund hafa misst heimili sin. Vid hofum verid heppin, annad hvort hafa natturuhamfarirnar komid a undan okkur eda gerst eftir ad vid hofum farid. Bingdaarnir lata ekki ad ser haeda, their koma med solina med ser. Hins vegar hofum vid sed ummerkin eftir rigningarnar og ofsastorminn, skridur, bjorg, steinar og rotrifin tre liggja a vegunum, sem eru ansi illa farnir eftir ovedrid.
A morgun forum vid til Vietnam ef allar godar vaettir lofa,annars sitju vid fost her i Armynni, sem eg held ad se ekki gaman. Huld yppir bara oxlum og segir ad allt gangi vel. Eg held bara ad hun hafi rett fyrir ser.
Bestu kvedjur til allra
Kristjan og Huld
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
KristjánG
Fćrsluflokkar
Tenglar
Kristján og Huld í Austri
Allir ţeir sem nenna ađ lesa um okkar farir í Austurlöndum fjćr eru velkomnir/ar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar