Færsluflokkur: Menning og listir
4.6.2007 | 16:47
Austrið var rautt
Þegar starfsmenn, stúdentar, skólabörn og eldir borgarar voru vaktir upp klukkan hálf sex á morgnana með háværum gjallarhornum til þess að taka þátt í skipulagðri hernaðarmorgunleikfimi alþýðulýðveldisins Kína á níunda áratug síðustu aldar, sá ég alltaf fyrir mér sundsprett Maó formanns í Fljótinu langa, eða Jangtsekijang, eins og það var iðulega kallað í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. á þeim árum. Reyndar nennti ég aldrei að taka þátt í þessarri sérkínversku húsmæðraleikfimi, en verð að viðurkenna að þetta voru erfiðir og svefnlausir morgnar. Ég hef samt alltaf ætlað mér að sigla um gljúfrin þrjú í þessu langa fljóti en ég held að ég láti ógert að sanna sundkunnáttu Íslendinga við það tækifæri. Sest heldur á þilfar fljótabátsins með kaldan bjór og velti fyrir mér hvernig hægt er að flytja nærfellt tvær milljónir manna (og enga heiðagæs) frá æskuheimilum sínum, í þágu rafmagnsins og hins nýja tíma.
Ég er sem sagt á leiðinni til Asíu - einkum Kína - og þaðan er ætlunin að senda jafnaðarlega blogg til þessarrar frábæru bloggsíðu og segja frá því sem fyrir augu, eyru og annarra líffæra ber á leiðinni. Ég er reyndar vel tryggður hjá Sjóvá, en þetta blogg er aukatrygging. Mottóið er "worst case" - en engir Íslendingar (nema kannski Vestmannaeyingar) trúa neinu öðru en að málin reddist. Af stjórnmálamönnum og -konum þess lands hef ég lært, að á öllum dísent bloggsíðum verði að mobba einhvern og þá finnst mér eiginlega Vestamannaeyingar liggja best við höggi - eða bloggi.
En hvernig fer maður einn síns liðs (þó að við séum reyndar tvö) frá Reykjavík til Bangkok með lest? Og þaðan til baka. Um það ætla ég að blogga og um allt sem verður á okkar löngu leið.
Austrið var rautt - hvernig er það núna?
KristjánG
Um bloggið
KristjánG
Færsluflokkar
Tenglar
Kristján og Huld í Austri
Allir þeir sem nenna að lesa um okkar farir í Austurlöndum fjær eru velkomnir/ar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar