Færsluflokkur: Ljóð

Kleinuhringir keisarans

Jafnodum og stulkubornin voru faerd inn a munadarleysingjaheimlin hvarf meydomurinn i hinu vidlenda riki keisarans, sem atti bara eina osk, nefnilega ad laera ad baka kleinuhringi. Austast i rikinu bjo kona sem kunni thessa kunst, en himinha fjoll, eydimerkur og fljot gerdu thad ad verkum ad kesiarinn nadi ekki sambandi vid hana. Keisarinn sendi fleiri sendiboda til ad finna thessa konu, en engum tokst ad komast alla leid, fyrr en Yi Long, sem var serstaklega fyrirhyggjusamur, nadi ad komast yfir fjollin, fljotin og eydimerkurnar. Hann var reyndar opiumsjuklingur en hugadur og sterkur og let ser fatt umm finnast um erfidleikana. (Yi Long thydir reyndar Fyrsti Drekinn, en thad skiptir kannski minna mali).

Ad lokum komst hann til konunnar sem kunni ad baka kleinuhríngi, fekk uppskriftina og sneri heim til keisaraborgarinnar med fylgynautum sinum. En keisarinn laerdi aldrei ad baka kleinuhringi, thad var honum ofvaxid, enda var hann bara keisari.

Svona getur lifid verid

Bestu kvedjur

Kristran og Huld


Austrið var rautt

Þegar starfsmenn, stúdentar, skólabörn og eldir borgarar voru vaktir upp klukkan hálf sex á morgnana með háværum gjallarhornum til þess að taka þátt í skipulagðri hernaðarmorgunleikfimi alþýðulýðveldisins Kína á níunda áratug síðustu aldar, sá ég alltaf fyrir mér sundsprett Maó formanns í Fljótinu langa, eða Jangtsekijang, eins og það var iðulega kallað í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. á þeim árum. Reyndar nennti ég aldrei að taka þátt í þessarri sérkínversku húsmæðraleikfimi, en verð að viðurkenna að þetta voru erfiðir og svefnlausir morgnar. Ég hef samt alltaf ætlað mér að sigla um gljúfrin þrjú í þessu langa fljóti en ég held að ég láti ógert að sanna sundkunnáttu Íslendinga við það tækifæri. Sest heldur á þilfar fljótabátsins með kaldan bjór og velti fyrir mér hvernig hægt er að flytja nærfellt tvær milljónir manna (og enga heiðagæs) frá æskuheimilum sínum, í þágu rafmagnsins og hins nýja tíma.

Ég er sem sagt á leiðinni til Asíu - einkum Kína - og þaðan er ætlunin að senda jafnaðarlega blogg til þessarrar frábæru bloggsíðu og segja frá því sem fyrir augu, eyru og annarra líffæra ber á leiðinni. Ég er reyndar vel tryggður hjá Sjóvá, en þetta blogg er aukatrygging. Mottóið er "worst case" - en engir Íslendingar (nema kannski Vestmannaeyingar) trúa neinu öðru en að málin reddist. Af stjórnmálamönnum og -konum þess lands hef ég lært, að á öllum dísent bloggsíðum verði að mobba einhvern og þá finnst mér eiginlega Vestamannaeyingar liggja best við höggi - eða bloggi.

En hvernig fer maður einn síns liðs (þó að við séum reyndar tvö) frá Reykjavík til Bangkok með lest? Og þaðan til baka. Um það ætla ég að blogga og um allt sem verður á okkar löngu leið.

Austrið var rautt - hvernig er það núna?

KristjánG 


Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband