Æfintýrin byrja á Íslandi

Það var ótrúlega lærdómsríkt, gefandi og skemmtilegt að ferðast um hálfan heiminn, en það er líka frábært að koma heim. Hér eru smáfuglarnir farnir að borða reyniber á trjánum á Vífilsgötunni og kettirnir í hverfinu sitja fyrir neðan og bíða eftir að þeir detti niður á gangstétt og verði að góðum kvöldverði.

Við hins vegar höfum fengið okkur ekta íslenskar kjötbollur með kartöflur úr Þykkvabæ, finna rigninguna, rokið og hlusta á RÚV eða Stöð 2. Á morgun byrja ég að vinna, en Huld bíður aðeins, eftir svona langt ferðalag þarf að ganga frá farangri, þvo og koma niður á íslenska jörð með báða fætur aftur. Ferðin er búin, en það er nú einhvern veginn svo að ferðin situr í og sleppur ekki takinu fyrr en allt er fallið í skorður hins daglega lífs.

Æfintýrin byrja á Íslandi og við gleðjum okkur til næsta æfintýrs - ferðar til Bandaríkjanna og Kanödu, ef ég fæ vegabréfsáritun eftir að hafa verið "persona non grata" í USA í 30 ár. Ekki hafa atburðirnir 11. september á sínum tíma bætt úr sök og ég held að allir stimplarnir í pössunum okkar frá fyrrverandi og núverandi kommúnistaríkjum hjálpi okkur ekki neitt sérstaklega til þess að komast til fyrirheitna landsins, en við sjáum nú til. Allt er breytingum háð og þetta líka. Á næsta ári er Bush búinn að stjórna leifturárásum á Íran á síðustu valdadögum sínum og kominn aftur til Texas, til brother Jeb. Vonandi vinna demókratarnir kosningarnar í haust, þá getum við heimsótt New York og farið þaðan til Kanödu. En það verður bara að koma í ljós. USA hefur aldrei verið land sem mig langar að heimsækja eða dvelja í, en Huld á bróðir í Wisconsin sem við ætlum að reyna að heimsækja. Það skiptir hana miklu máli og hún skiptir mig miklu máli, svo þá prófum við.

En æfintýrin enda líka á Íslandi, eða öllu heldur ný æfintýri byrja á Íslandi og það er ekki útséð um að þau verði skemmtileg og lærdómsrík. Það mikilvægasta er að hafa ekki neina fordóma - en "worst case-fílósófían" gildir hér sem endranær...

Kristján og Huld 


Heima er kannski best

Vid erum komin heim a Vifilsgötuna og allt hefur gengið samkvæmt áætlun, ferðinni er lokið og við erum "still going strong". Þetta hefur verið skemmtileg ferð, áhugaverð og yndisleg, en líka torveld og ekki auðveld á ýmsan hátt. En við erum harðarari en andsk... og látum aldrei bugast.

Reynslan hefur verið frábær, fólkið yndislegt og allt sem við upplifðum stórkostlegt. Ég get alveg ráðið fólki að fara í svona ferð, en verið samt viðbúin - það luma hættur á hverju horni og rútrurnar eru ekki eins og langferðabifreiðarnar á Íslandi, það þarf styrk til að komast gegnum slíka ferð í 40 stiga hita og án tungumáls, en það er hægt. Nú látum við þessu ferðabloggi lokið, gaman hvað margir hafa fylgst með okkur. Takk fyrir það til ykkar allra.

Bestu kveðjur

Kristján og Huld 


Kleinuhringir keisarans

Jafnodum og stulkubornin voru faerd inn a munadarleysingjaheimlin hvarf meydomurinn i hinu vidlenda riki keisarans, sem atti bara eina osk, nefnilega ad laera ad baka kleinuhringi. Austast i rikinu bjo kona sem kunni thessa kunst, en himinha fjoll, eydimerkur og fljot gerdu thad ad verkum ad kesiarinn nadi ekki sambandi vid hana. Keisarinn sendi fleiri sendiboda til ad finna thessa konu, en engum tokst ad komast alla leid, fyrr en Yi Long, sem var serstaklega fyrirhyggjusamur, nadi ad komast yfir fjollin, fljotin og eydimerkurnar. Hann var reyndar opiumsjuklingur en hugadur og sterkur og let ser fatt umm finnast um erfidleikana. (Yi Long thydir reyndar Fyrsti Drekinn, en thad skiptir kannski minna mali).

Ad lokum komst hann til konunnar sem kunni ad baka kleinuhríngi, fekk uppskriftina og sneri heim til keisaraborgarinnar med fylgynautum sinum. En keisarinn laerdi aldrei ad baka kleinuhringi, thad var honum ofvaxid, enda var hann bara keisari.

Svona getur lifid verid

Bestu kvedjur

Kristran og Huld


Arabiskur markadur i Aarhus

Vid forum a arabiskan markad i Aarhus med ethiopskum strak sem thekkti alla a markadnum. Thad er alltaf gott ad hafa lokalt folk med ser thar sem madur fer. Abardi, eins og strakurinn heitir, var alveg frabaer. Eg hitti somaliskan mann og sagdi honum ad eg heti Kristjan - I am Christian - hann brast okaeda vid og sagdi ad mer kaemi ekki vid hvada truarbrogdum hann adhylltist, og sagdist vera muslimi. Og eg reyndi ad skyra ut fyrir honum ad thetta vaeri nafndid mitt. Sem betur fer var Abardi til stadar, annars hefdi eg verid sleginn nidur a thessum arabiska markadi. Annars hafa Vigdis, systir Huldar, og Gaui (sem samdi og song Gari, gari er hufan min) verid frabaer. Vid hofum ekki yfir neinu ad kvarta. Thetta er lifid.

Her i Arosum, eda Aarhus, hofum vid haft thad eins og englar, Huld hefur ad visu verid magasjuk en thad er buid ad  redda thvi. Vid erum a leid heim og thad er jafn gaman ad koma heim eins og ad fara i ferd. Vid hofum thad aedislegt, la vita es belle, lifid er frabaert.

Bestu kvedjur

Kristjan og Huld


Allt eins og blomstrid eina

Vid erum i Arosum hja Viggu, systur Huld, og hofum thad bara alveg frabaert. Et sæt (danskur bjor og Gammeldansk), gonguturar um gotur borgarinnar og skemmtilegur felagsskapur. I dag forum vid a bazar vest thar sem arabiskir og tyrkneskir innflytjendur bjoda fram varning sinn og kannski forum vid lika til Ebeltoft, thar sem Molbuarnir ku hafa buid a sinum tima. Thess ma einnig geta ad letilifi Dana hefur gert tha svolitid feita og onuga, their timar eru greinilega lidnir thegar Danir voru ligeglad og morsomme. Kannski islenskir utrasarmenn hafi breytt, ekki bara efnahagslifinu, heldur lika lunderni og thjodhattum thessarar thjodar sem fyrr kugadi og redi yfir Islandi? Hver veit?

Arosar eru mikil menningarborg, her eru otal ahugamannaleikhus, hljomsveitir og i naestu viku hefst 10 daga menningarhatid, sem vid missum thvi midur af. En you loose some and you win some, eins og sagt er a godri bolungarvikingsku, vid hofum svo sem engu ad tapa. Lifid er dasamlegt.

Bestu kvedjur

Kristjan og Huld


Summa summaris eda thannig

Siberia var OK, Mongolia var frabær, Kina var ædislegt, Vietnam lika. Kambodsia var ljuf og Tæland var OK. Ad fara svona langt er ekki audvelt, en vid gafumst aldrei upp, vid bordumst fyrir lifi okkar og gafum aldrei eftir. Vid erum tvo og Huld hefur hefur verid besti ferdafelagi sem eg hef haft. Thad er ekkert audvelt ad fara i min spor og eg byst vid ad fæstir geti thad, en hun gat thad og reyndist frabær a allan hatt. Sterk kona og godur felagi.

Vid erum komin til Danmerkur og merkilegt er ad vita ad vid hofum ekki verid rænd fyrr en vid komum hingad. Ad hugsa ser ad vera tvo manudi i Asiu i alls konar adstædum og ekki alltaf i venjulegum og oruggum adstædum, og lenda i litlu veseni, en koma svo til Vesturlanda, Danmerkur, fyrrverandi hofudborgar Islands, og lenda i thjofapakki, ha, ha, ha, ha...

Vid buum hja systur Huldar, Vigdisi og manninum hennar Gudjoni og hofum thad ædislega gott

Bestu kvedjur

Kristjan og Huld


Lifi Island og Jon Sigurdsson

Vid erum ad fara fra Bangkok og stefnum heim a leid. Her eru myndir af kongi og drottningu alls stadar og vid erum buin ad sja myndir af fyrirmennum um alla Asiu, hvort sem er i Kina, Mongoliu, Vietnam, Kambodiu eda annars stadar. Eg hugsadi med mer ad a Islandi aettum vid ad dyrka thjodernisstefnuna betur, vera hardari a prinsippunum og gera meira ut ur fyrirmonnum ( eda -konum...) landsins.

Vid urdum ad saekja okkur tuctuc, eda thriggjahjola skellinodru, en thad gekk bara vel. Thad er ordin langur timi sidan vid saum landid okkar og fengum flatkokur, en hver djofu... vid komumst af og lifum vel. Lifi Island og Jon Sigurdsson. Var hann ekki sidasti almennilegi leidtogi landsins? Eda var thad David Oddson? Nei, hann er bara venjuleg menntaskolapika, blyantsnagari i sedlabankanum og nadi staerstum arangri thegar hann lek Bubba Kong (Ubu Roi) i Menntaskola Reykjavikur kringum 1966. Vid leitum svorum vid spurningunni thegar heim er komid... Vid hofum thad fint og latum ekkert a okkur fa.

Bestu kvedjur

Kristjan og Huld


Kaos i Khaos-straeti

Taeland er ekki bara horubaeli fyrir ruglada eda einmana vesturlenska menn, her eru baedi filar, krokodilar og ymislegt annad sem augad gledur. I Bangkok hefur madur a tilfinningunni ad vera komin aftur til sidmenningarinnar, en thad er audvitad ekki rett. Her eru smaborn ad betla, selja blom eda adra hluti langt eftir midnaetti. Er thad sidmenning? Ferdin fra Kambodiu var erfid en ekkert sem vid getum ekki tholad, vid erum kannski ad verda eldri borgarar en vid erum sterk og latum engan og ekkert styra okkur eda fa a okkur. Lentum reyndar a skita-hoteli, sem eineygd kona rak, af thvi ad vid vorum threytt eftir rtuferdina, en fundum svo agaetis hotel daginn eftir i Khaosan-straeti. Khaosan-straeti er sannkallad kaos, allt fer eftir adstaedum og venjulega raedur madur ekki yfir theim a neinn hatt, madur er bara dreginn inn i eitthvad sem madur veit ekki hvernig endar. En vid erum hord og latum ekki draga okkur yfir strikid, reyndar aetlar Huld ad kaupa slaedur ur silki, ha, ha, ha... Vid sjaum til hvernig gengur ad prutta.

Her er ferdamannahiminn og -helviti, enginn getur talad tungumalid, allir eru a fyllerii og gud einn veit hvar i borginni vid erum. En allt gengur eins og i sogu og vid erum hraust, full af orku og klar til ad fara heim til Evropu i nott.

Bestu kvedjur til ykkar allra

Kristjan og Huld


Beinlinis eins og i lygasogu

Thad er natutturulega buid ad bita mig lika (tho eg se ekkert godur a bragdid...) en vid tholum allt og gefumst ekkert upp. Tokum tuctuc til einhverrar rutustodvar og eg uppgotvadi ad eg hafi gleymt passanum minum einhvers stadar, slaem mal en bilstjorinn okkar reddadi thvi, hann la bara undir saenginni a hotelherberginu. Einhver naungi kom a skellinodru og afhenti mer passann, ha,ha, ha... Nadum nu samt rutunni, sem tok 10 tima, ekkert klosett og mikid af landamaeravodrum og erfidu folki a leidinni, En vid komumst thangad sem vid aetludum okkur og allt hefur gengid vel.

Huld tok vitlausan bakpoka fra einhverri enskri stulku og thad kostadi okkur talsverda erfidleika ad leidretta thad. Lentum i logregluyfirheyrslum og sma basli, en hvad er thad midad vid thetta frabaera land - skitur a priki, eftir minu skapi. Forum ad sja krokodila, stridsminjasafnid i Siem Riep  (sem reyndar var bara safn af fallbyssum, hridskotabyssum og skammbyssum) og svo natturulega thetta yndislega folk sem byr her.

Vid erum komin heil a hufi til Bangkok, buin ad fa okkur herbergi og hofum thad eins og best verdur a kosid. Vorum ad borda og maturinn er frabaer.

Her standa stundum einkennileg ord, eins og asiubuarnir radi ekki alveg vid enskuna, til daemis hofum maettvar okkur bodid i ferd til Loas, sem mig grunar ad se Laos. Vid hofum maett morgu yndislegu folki, Huld hefur fengid smagjafir fra fataekum en duglegum smastelpum, thad er bara gaman, eins og i aefintyri.

Bestu kvedjur til ykkar allra
Kristjan og Huld

Angkor Wat, filar og tuctuc

Vid komumst til Siem Reap med fljotabat, Huld er reyndar mikid solbrennd vegna thess ad vid urdum ad sitja a thaki batsins. Fengum samt einhver smyrsl vid thvi thannig ad allt reddast. Fra Siem Reap forum vid med tuctuc, eda thriggjahjolavagni sem dreiginn var af skellinodru, til Angkor Wat, otruleg sjon, sennilega staersta konungsholl i heimi og byggd adur en Island vae byggt. Svaedid er svakalega stiort, natturulega allt fullt asf turistum, en her var mikid ad sja. Vid brugdum okkue natturulega a filsbak eins og turhestar gera og thad var bara skemmtilegt. Filar eru yndisleg dyr. Her eru adstaedur erfidar til ad blogga, radmagnid hverfur stundum og svo eru tengslin ekki alveg a hreinu... en thad gengur, med tholinmaedi og thrautseigju.

Vid buum a agaetis hoteli og hofum thad frabaert. Nu erum vid ad fara a gamla markadinn i Siem Reim og vid sjaum til hvernig thad verdur. Lyklabordid a tolvunni er naestum bara a kambodionsku letri svo thad er ekkert audvelt ad blogga hedan. En gefumst vid upp? Nei, aldrei i lifinu. Vid verdum her i einn dag i vidbot, svo forum vid til Taelands.

Bestu kvedjur

Kristjan og Huld


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband