Tími hinna viljugu er liðinn

Ingibjörg Sólrún ber sér á brjóst yfir að hafa kallað einn íslenskan karlmann heim frá Írak og þar með hafa Bandaríkjamenn og hinar viljugu þjóðir sennilega tapað stríðinu gegn - já, gegn hverjum er eiginlega verið að berjast núna? Er ekki búið að hengja Saddam og hans nánustu vopnabræður (sem Ameríkanarnir vopnuðuog dældu dollurum í á sínum tíma)? Er verið að berjast gegn fólkinu í Írak, þar sem 4 milljónir manna eru á flótta og hundrað manns deyja á dag fyrir olíu og völd Ameríkana? Ég skil á vissan hátt að Ósómakindin Bin Laden njóti stuðnings og styrks, hver annar þorir að mæta veldi og ofbeldi Ameríkananna á þeim slóðum? Hann er Jón Sigurðsson allra Araba, frelsishetjan og maðurinn sem segir: "Málstaðurinn er allt, markmiðið er frelsi". Svo hefur hann náttúrulega rangt fyrir sér eins og öll önnur svokölluð mikilmenni í sögunni, frá Alexandri mikla til Bush hins heimska. En allir hafa rétt á að berjast fyrir frelsi sínu, það gildir jafnt um Íraka og aðrar þjóðir. Við höfum sjálf upplifað baráttuna fyrir frelsi frá dönskum yfirgangi, við ættum að skilja þetta þó við séum ekki sammála markmiðum al Qaeda. Þeir um það. Við höfum ekkert í erlendum stríðum að gera og ættum að hugsa meira um það sem næst okkur er. Ísland hefur ekkert að gera í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, það er villuspor kratanna sem við eigum ekki að fylgja. Þar eru bara teknar ákvarðanir um að senda hermenn hingað og þangað og hvað á Ísland að vera að skipta sér að því, mér er bara spurn.

Ísland er dálítið banana-lýðveldi, sem sést af því að tveir elliærir karlar, Davíð og Halldór, taka það að sér að veifa skottinu fyrir ofurríkinu í vestri og gerast viljugir aðilar að hernaðaráætlunum heimskasta manns veraldar, George Bush. Það segir sitt um hugarheim og vit þessarra tveggja manna. Þeir eig eftir að fá það óþvegið í sögunni, svo mikið er víst. En þá eru þeir náttúrulega komnir undan allri ábyrgð og sennilega undir græna torfu líka. Ingibjörg Sólrún hins vegar er dæmigerður krati, hún fer aldrei alla leið, bara nógu langt til að sanka að sér atkvæðum, ef einhver töggur hefði verið í henni hefði hún líka kallað "friðargæslusveitirnar", sem eiginlega eru bara að kaupa teppi og gersemar afghanska fólksins fyrir yfirmenn sína í utanríkisráðuneytinu, heim til Íslands og hætt allri hernaðarþátttöku. Ég kýs alla vega ekki Samfylkinguna, eða Stríðsfylkinguna, eins og hún bæri nafn með réttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband