Hvađ er hćstiréttur ađ gera?

Ţađ er alveg ótrúlegt ađ refsiramminn (16 ár) í nauđgunarmálum skuli ekki vera notađur til betri hluta en ađ hvetja til fleiri nauđgana. Sennilega er enginn glćpur eins auđmýkjandi og sálardrepandi og nauđgun, en dómarar hćstaréttar eru ekki á einu máli međ mér og obbanum af ţjóđinni. Hrottaleg nauđgun er í ţeirra augum spurning um ađ fylgja einhverju fordćmi frá löngu liđnum árum í stađ ţess ađ setja fordćmi fyrir komandi ár. Ćtlum viđ ađ lifa viđ ađ konum og börnum sé misţyrmt á grófasta hátt án ţess ađ refsingum sé beitt? Á ekki ađ horfa til framtíđarinnar og reyna ađ stemma stigu viđ ţessum hrćđilegu glćpum?

Ég var međdómari í Noregi í tuttugu ár og fékk komiđ ţví áleiđis ađ barnaníđingar sluppu ekki međ eins árs dóm, enda kominn tími til. Refsingin fyrir nauđgun og barnaníđ var hert og refsiramminn notađur eins og samfélagiđ ćtlast til. Ţađ er ákveđin óvirđing viđ konur ađ nauđgarar og ofbeldismenn sleppi međ vćga dóma fyrir illmennsku sína, samfélagiđ verđur ađ bregđast viđ og ţađ hart og lengi. Ţađ eru mannréttindi ađ fá ađ lifa óáreitt og án ótta, ţó ađ flest af nauđgunarmálum séu eftirköst eđa rifrildi náinna manna. Ég sé í hendi mér ađ einhverjir íhaldsrćflar sitji í hćstarétti og sé á vissan hátt ađ vernda sinn eiginn rétt til ađ berja konuna sína án ţess ađ fá refsingu fyrir.

Íslendingar segjast vera hamingjusamasta ţjóđ heims, en er ţađ hamingja ađ eiga sér ekki einu sinni skjólstađ á sínu eigin heimili eđa međal sinna nánustu? Mér er spurn. Hvađ er hćstiréttur eiginlega ađ gera? Hvetja til ofbeldis og nauđgana eđa horfa milli fingranna međ hrottum og ógćfumönnum sem drepiđ hafa sálir og framtíđ barna og kvenna.

Dómarar hćstarétts fengu vćntanlega ekki vćgan dóm ef ţeir vćru fćrđir fyrir dómstól fólksins,  ég er viss um ađ ţá vćri refsiramminn notađur til hins ýtrasta. Ađ auki hefur ţessi mikilvćga stofnun lýđrćđisins misst traust almennings og nóg var nú fyrr. Viđ stöndum frammi fyrir ţví ađ hinar ţrjár stođir lýđrćđisins - löggjafarvaldiđ, framkvćmdavaldiđ og dómsvaldiđ - eru ađ verđa eins konar fjandmenn fólksins og ţađ er slćmt.

Nćsta skipti sem hćstiréttur finnur upp á ţví ađ létta dóma hérađsdóms í slíkum málum finnst mér ástćđa til ađ láta ţessa "herra" vita hvađ almúginn hugsar, og ţađ međ pompi og prakt, svo lítiđ sé sagt. Hórur voru grýttar í Miđausturlöndum og eru ţađ kannski enn, en kannski verđa dómarar hćstaréttar fyrir einhverju grjótkasti í framtíđinni alla vega ef ţeir haga sér svona. Fuss og svei.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Dómur féll í Hćstarétti í fyrradag en máliđ dćmdu hćstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garđar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Ţorvaldsson.

Ţú mátt láta ţessi nöfn dómaranna ganga til ţinna bloggvina. Ţađ á auđvitađ ađ vera öllum ljóst hver ţau seru sem finnst réttlćtanlegt ađ lćkka refsingu ofbelsidhrotta sem er búinn ađ skađa líkama og líf konu um alla tíđ.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Kristján L Guđlaugsson

Skilađi Ingibjörg séráliti eđa er hún orđin samdauna? Reyndar er ţađ ekki konunnar einnar ađ berjast fyrir rétti sínum til öryggis og brauđs, viđ verđum ađ haldast í hendur og ţađ er eiginlega meiri ábyrgđ karla ađ sjá til ţess ađ ţetta samfélag sé ekki í aldagömlum hjólförum og međ bindi fyrir augunum. En allir verđa ađ berjast gegn óréttlćtinu og ţá er best ađ hlusta á alla og taka höndum saman.

Kristján L Guđlaugsson, 16.9.2007 kl. 10:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

KristjánG

Höfundur

Kristján L Guðlaugsson
Kristján L Guðlaugsson
Aldamótamaður með gikt, blaðamaður,sagnfræðingur og sínólóg með próf á lyftara. Fæddur á fyrri hluta síðustu aldar og hjarað síðan. Skáld, trúbador og meinhorn.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1020030
  • Leirkarlar og Huld
  • Reiðhjólaviðgerðarverkstæði
  • Hótel Saga
  • Ár svínsins eða gríssins

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband